Sænska konan (ég) missir sjaldan af því sem á sér stað í Stokkhólmi þegar nýjar línur ganga þar pallana Ég var hrifnust af þremur merkjum á fyrsta degi tískuvikunnar í gær: Whyred, HunkyDory og Carin Wester.
WHYRED
Whyred voru þeir fyrstu sem gengu pallana í gær þegar þeir opnuðu Mercedes Benz fashion week. Það kom lítið á óvart í sýningunni enda er merkið þekkt fyrir að halda sinni línu og fara lítið sem ekkert út fyrir hana. Þannig eru þeir save með sín góðu snið og efni í sniðum sem henta fyrir viðskiptavininn. Haustlínan var herraleg á bæði kynin, í dökkum litum og mjög skandinavísk. Myndirnar fyrir ofan eru “best of” að mínu mati en línuna í heild sinni getið þið skoðað: HÉR
HunkyDory
Ég elska elska elska Hunky Dory. Dragtir og leður var áberandi í allskonar útfærslum. Bútabuxurnar gætu orðið mikið must have en silki samfestingurinn var fallegasta itemið á pallinum að mínu mati – drauma! Stíliseringin var til fyrirmyndar og lét manni langa enn meira í mjög klæðilegan fatnað. Stórt klapp fyrir ykkur. Eins og áður. Meira: HÉR
CARIN WESTER
Það var svo margt fallegt frá Carin Wester að ég átti erfitt með mig. Það er ekki hægt að segja annað en að Wester sé með mikið úrval sem býður okkar næsta haust en maður fann það á sýningunni hvað hún er mikið með hlutina á hreinu – pro. Línan innihélt fallega flegin snið í léttum efnum á móti hlýrri yfirhöfnum, smekklegum drögtum og netasokkum við hvert tilefni.. Fleiri lúkk finniði: HÉR
Fleiri sýningar eiga sér stað í dag. Ég hlakka til að fara yfir stöðu dagsins í fyrramálið. Ef mér lýst á eitthvað þá deili ég því að sjálfsögðu með ykkur.
Har det så bra till imorgon.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg