Bergur Guðnason, leggið nafnið á minni. Ég held nefnilega að hann muni ná langt í sínu fagi.
Bergur er einn af útskriftanemendum Listaháskólans í Fatahönnun þetta árið. Ég hef fylgst með honum í nokkur ár og séð hversu brennandi áhuga hann hefur á tísku og trendum – heillandi.
Ég hreifst af lokalínu Bergs sem nýlega var sýnd í Hörpu og ákvað því að kynna mér málið betur og hafði sambandi við hönnuðinn. Rauður er áberandi litur í línunni en Bergur segir það hafa verið uppáhalds lit afa síns sem línan er tileinkuð. Afi hans hefur greinilega verið með hlutina á hreinu því það er líka sá litur sem er hvað mest áberandi hjá hátískunni þetta tímabilið. Ég tók Berg í létt spjall sem þið getið lesið hér að neðan en meðfylgjandi sjáið þið myndir frá ferlinu og af fatalínunni í heild sinni. Ferlið er langt og strangt þegar hanna á heila fatalínu og krakkarnir sem útskrifuðust í ár gerðu það með miklum sóma. Framtíðin er björt!
Bergur eldri, afi fatahönnuðarins – red on red on red …
Bergur fór til London að kaupa efni ..
Mig langar að koma við þessa fegurð. Rautt leður –
Teiknað á ferð og FLUGI – þegar mikið er að gera, þá er tíminn ansi dýrmætur –
Frá lokasýningu Listaháskólans sem fram fór í Hörpu –
Myndir: Stefán Pálsson
B/W baksviðsmyndir teknar af Daniel Ágústi Ágústssyni –
Stöð 2 tók hönnuðinn tali í lok sýningarinnar. Ég fylgdist með frá Svíþjóð og man mest eftir orðunum. “Ég er glaður en þreyttur” –
Red on red on red … I love.
Hver er Bergur Guðnason?
Bergur Guðnason er 25 ára strákur með athyglisbrest og skófíkn á háu stígi sem hefur brennandi áhuga á hönnun, tísku, íþróttum og tónlist.
Afhverju fatahönnun?
Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf haft skoðun á hvernig föt eiga að líta út á fólki. Eftir menntaskóla munaði engu að ég hefði skráð mig í viðskiptafræði eins og allir voru að gera í kringum mig þótt að innst inni vildi ég fara í fatahönnun. Sem betur fer gerði ég það ekki heldur sótti ég um fatahönnun í LHÍ og komst inn og er nú að útskrifast. Ég held það sé hægt að komast ansi langt í lífinu ef maður trúir á sjálfan sig.
Hver var innblásturinn í hönnuninni á línunni?
Í stuttu máli var línan mín var byggð á afa mínum og alnafna. Ég og afi Bergur vorum nánir og samband okkar var einstakt. Afi var mikill töffari og með sterkan persónuleika. Afi var sjálfsöruggur og lét engan segja sér til. Hann var ákveðinn og með sterkar skoðanir. Markmið mitt með þessari línu var að reyna að láta fötin endurspegla persónuleika hans á sem skýrastan hátt. Rauður var mjög ríkjandi í línunni minni, það er einföld ástæða fyrir því að rauður var uppáhalds liturinn hans afa. Einnig notaðist ég við seinustu undirskriftina hans áður en hann lést sem logo.
Stóri draumurinn?
Það væri áhugavert að fara út í heim núna á næsta ári og reyna að koma sér á framfæri á einhvern hátt. Þetta er erfiður bransi og erfitt er að komast að hjá tískuhúsunum en ég er bara bjartsýnn. Þegar ég hef verið að hanna línur í skólanum hef ég stundum hugsað hvað það væri mikil forréttindi að fá einn daginn greitt fyrir að hanna föt. Það er draumur að vera einn daginn á röltinu í Le Marais og rekast á manneskju í hönnun eftir mig. Það myndi fá mig til þess að brosa. Ekki það að ég brosi lítið.
Þessa dagana stendur yfir lokasýning nemenda frá Listaháskóla Íslands í Listasafninu. Mæli með að fólk geri sér ferð þangað og skoði fatalínur útskriftanemenda.
Áfram Ísland! Og áfram Bergur Guðna!
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg