fbpx

BERGLIND ÓSKARSDÓTTIR

FÓLK

Það var ekki bara vinkona mín hún Rakel sem að gerði það gott á tískusýningu Listaháskólans. Berglind Óskarsdóttir vakti athygli fyrir vandaðar flíkur í línu sinni. Hún er ein af þeim sem að vert er að fylgjast með á næstu árum.

a b c

Hver er Berglind Óskarsdóttir?
Móðir tveggja skæruliða, leikstjórafrú, fatahönnunarnemi, ævintýramanneskja og fagurkeri. Nýt þess að drekka gott rauðvín í góðum félagsskap.

Hver var innblásturinn í hönnuninni á línunni?
Ég skoðaði gamlar myndir af burlesque dönsurum, leikkonum og þeirra búningum, sérstaklega frá tímabilinu í kringum 1920-30 fyrir kreppuna miklu þar sem fegurðin og hönnunin var að koma til baka eftir fyrri heimstyrjöld og allt virtist hægt og leyfilegt.
Ég hafði verið í Istanbul um áramótin og var einnig mjög innblásin af þeirri heimsókn. Ég keypti þar falleg efni sem ég notaði í línuna. Ég vildi gera kvenlega línu sem væri klassísk og falleg en samt sem áður töffaraleg.

Hver er draumurinn?
Draumurinn er að flytja erlendis og vinna við það sem ég er að mennta mig í, í góðri stöðu hjá stóru tískuhúsi.
Draumurinn væri að hanna fatnað, fylgihluti og skartgripi.
Síðar væri draumur að stofna mitt eigið merki og vinna að því með skapandi fólki.

xx,-EG-.

HEIMA INNBLÁSTUR

Skrifa Innlegg