fbpx

BAKSVIÐS HJÁ STINE GOYA

FASHION WEEKLÍFIÐ

English Version Below

Eins og þið kannski vitið þá gerði ég mér ferð á tískuvikuna í Kaumannahöfn. Ég ákvað að fara á nokkrar vel valdar sýningar og Stine Goya var ein af þeim.Við vorum svo heppnar að NYX Professional Makeup hleypti okkur baksviðs rétt fyrir sýninguna. Það var upplifun að fá að fylgjast með hasarnum í beinni og ég deildi myndböndum á Trendnet story um leið og ég mátti það. Auðvitað var stranglega bannað að birta flíkurnar áður en þær fengu að njóta sín á pöllunum – top secret.

Ég er ekki enn búin að koma mér niður á jörðina eftir þessa dásamlegu sýningu. Flíkurnar sem frú Goya hannar eru eins og klipptar úr ævintýrabókum. Hún er alltaf trú sjálfri sér og það er svo mikilvægt í fari fatahönnuða. Það var mikið um “showpieca” sem lúkkuðu dásamlega á módelunum en eru mögulega ekkert svo þægileg að klæðast í hversdagsleikanum. Þær flíkur sem umræðir eru þó hinar mestu draumaflíkur og ég myndi vel vilja hafa þær hangandi sem skraut inni í stofu en aldrei tíma að nota.
Það eru nokkrar flíkur sem standa uppúr fyrir mig persónulega. Ég er með tvo gula gullfallega kjóla á heilanum og ég er samt lítil kjólamanneskja. Litapallettan er yfir heildina bara svo dásamleg þar sem gulur og bleikur voru áberandi sterkastir.

Kjólarnir tveir til hægri mættu mjög hanga inni í mínum fataskáp … en að vísu kalla fleiri flíkur á mann.
– Draumi líkast.

Ætli við eigum von á að sjá eitthvað af þessum flíkum í verslunum Geysis í vor? Ég vona það!
Geysir eru þeir einu á Íslandi sem selja merkið og ætli við verðum ekki að rífast um það sem pantað verður inn í haust. Sýningin var óhefðbundin í ár – fyrirsæturnar létu gesti ganga með sér um gólfin í stóru rými sem endaði svo utanhúss þar sem kveikt var á marglita blisum – dásamlegt út í gegn og mikið show. Um var að ræða sérstaka 10 ára afmælissýningu sem heppnaðist með eindæmum vel. Takk fyrir mig!

//

I went to the Stine Goya show on CPHFW. The show was amazing and some of the items were pure art. The designer is very true to her self which is very important in my opinion.
We were so lucky to get backstage before the show and see the action in the last minutes – of course we couldn’t publish anything before the show, everything was top secret.

I was totally amazed by the show and some of the items I cant get out of my head.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

FIMM FRÁBÆR ÁR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Andrea

    11. August 2017

    Æðislegt