BAKSVIÐS HJÁ STINE GOYA

FASHION WEEKLÍFIÐ

English Version Below

Eins og þið kannski vitið þá gerði ég mér ferð á tískuvikuna í Kaumannahöfn. Ég ákvað að fara á nokkrar vel valdar sýningar og Stine Goya var ein af þeim.Við vorum svo heppnar að NYX Professional Makeup hleypti okkur baksviðs rétt fyrir sýninguna. Það var upplifun að fá að fylgjast með hasarnum í beinni og ég deildi myndböndum á Trendnet story um leið og ég mátti það. Auðvitað var stranglega bannað að birta flíkurnar áður en þær fengu að njóta sín á pöllunum – top secret.

Ég er ekki enn búin að koma mér niður á jörðina eftir þessa dásamlegu sýningu. Flíkurnar sem frú Goya hannar eru eins og klipptar úr ævintýrabókum. Hún er alltaf trú sjálfri sér og það er svo mikilvægt í fari fatahönnuða. Það var mikið um “showpieca” sem lúkkuðu dásamlega á módelunum en eru mögulega ekkert svo þægileg að klæðast í hversdagsleikanum. Þær flíkur sem umræðir eru þó hinar mestu draumaflíkur og ég myndi vel vilja hafa þær hangandi sem skraut inni í stofu en aldrei tíma að nota.
Það eru nokkrar flíkur sem standa uppúr fyrir mig persónulega. Ég er með tvo gula gullfallega kjóla á heilanum og ég er samt lítil kjólamanneskja. Litapallettan er yfir heildina bara svo dásamleg þar sem gulur og bleikur voru áberandi sterkastir.

Kjólarnir tveir til hægri mættu mjög hanga inni í mínum fataskáp … en að vísu kalla fleiri flíkur á mann.
– Draumi líkast.

Ætli við eigum von á að sjá eitthvað af þessum flíkum í verslunum Geysis í vor? Ég vona það!
Geysir eru þeir einu á Íslandi sem selja merkið og ætli við verðum ekki að rífast um það sem pantað verður inn í haust. Sýningin var óhefðbundin í ár – fyrirsæturnar létu gesti ganga með sér um gólfin í stóru rými sem endaði svo utanhúss þar sem kveikt var á marglita blisum – dásamlegt út í gegn og mikið show. Um var að ræða sérstaka 10 ára afmælissýningu sem heppnaðist með eindæmum vel. Takk fyrir mig!

//

I went to the Stine Goya show on CPHFW. The show was amazing and some of the items were pure art. The designer is very true to her self which is very important in my opinion.
We were so lucky to get backstage before the show and see the action in the last minutes – of course we couldn’t publish anything before the show, everything was top secret.

I was totally amazed by the show and some of the items I cant get out of my head.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

Heimsókn í nýju Geysis búðina

Á ÓskalistanumFallegtJólagjafahugmyndirLífið MittNýtt í Fataskápnum

Við Tumi áttum fund niðrí bæ í gærmorgun og nýttum í leiðinni tækifærið til að rölta aðeins um fallega miðbæinn okkar. Ég er mikill aðdáandi Skólavörðustígsins, mér finnst svo kósý að rölta þar um, næla mér í heitan kaffibolla inná Eymundsson og skoða í búðarglugga. Ég rölti framhjá nýju Geysisbúðinni sem var að opna þar sem Tösku og Hanskabúðin var og ég varð samstundis ástfangin. Verslunin er önnur af tveimur Geysisbúðum á Skólavörðustígnum en í þessari verslun finnum við hönnun frá eigin merki Geysis sem heitir einfaldlega Geysir í bland við fallega skandinavíska hönnun frá Wood Wood, Ganni og hinni yndislegu Stine Goya.

Verslunin er hönnuð af Halfdani Pedersen en hann hannaði t.d. hina Geysis búðina og Kex Hostel en ég held að þessi búð sé mín uppáhalds eftir hann. Ég sá það um leið og ég kom inn að þarna var eitthvað einstakt í gangi og ég rölti um hugfangin með símann fyrir framan mig og fékk leyfi til að taka nokkrar myndir sem mig langar að deila með ykkur. Ofboðslega þykir mér gaman að Geysir sé að færa okkur svona fallega hönnun og ég er sérstaklega ánægð með Stine Goya en þær sögðu mér í búðinni að íslenskar konur hafa tekið því merki opnum örmum og lítið sem ekkert eftir af vörum frá þessum fallega danska hönnuð en meira væntanlegt en þó ekki fyr en eftir jól.

Í búðinni sá ég flíkina sem ég vona innilega að komi uppúr jólapakkanum frá Aðalsteini og ég sá líka dásamlega fallegan kimono slopp frá Ganni sem ég ákvað að gleðja sjálfa mig með…

Þessar flíkur og meira til hér á myndunum.

geysir geysir17 geysir10

Virkilega skemmtilegt hvernig leðurólar eru notaðar til að halda uppi hillum og slám!

geysir12 geysir13

Þessi stigi er bara stórkostlegur!

geysir6

Mjög fallegt hvernig er búið að opna veggina, dáldið gróft en mjög skemmtilegt og passar inní stemminguna inní versluninni.

geysir5

Ganni sloppurinn sem er nú minn, litirnir, munstrið og sniðið æpti á mig en það var bara einn eftir í minni stærð svo ég ákvað að slá til og kaupa. Lofa að sýna ykkur hann betur sem fyrst.

geysir3 geysir2 geysir9

Í búðinni var að sjá alls konar skemmtilegar lausnir um hvernig smámunir eins og fylgihlutir voru geymdir. Svo var fullt af æðislegum teppum sem ég væri alveg til í að vefja um mig núna!

geysir14 geysir16 geysir15

Dýrindis Ganni munstur…

geysir8

Elska skóhillurnar – svona hillur væru eflaust líka mjög fallegar inná heimili…!

geysir4

Fallegir New Balance skór…

geysir19 geysir20

Ég var alveg sjúk í þessa see through rúllukragaboli frá Ganni!

geysir21

… og þennan silkislopp!

geysir22 geysir23 geysir24 geysir25 geysir26

Sloppurinn fallegi :)

geysir27 geysir28

geysir29

Hér er svo sloppurinn minn, hafið þið séð nokkuð fallegra! Ég þurfti að halda aftur af mér mig langaði svo mikið að kaupa hann á staðnum en ég ákvað að lauma bara góðri vísbendingu að manninum mínum sem nær þessu vonandi og setur einn svona í minn jólapakka. Sloppurinn er frá Ganni og það má enginn fara og kaupa hann fyr en Aðalsteinn er búinn að því ;)

geysir30

Sjáið hann bara!

geysir31 geysir32 geysir34 geysir35

Þarna var fullt af æðislegum yfirhöfnum…

geysir36

Hlýjum sokkum…

geysir37

… og glæsilegu tímariti Geysis sem ég fékk einmitt með mér heim og ætla að fletta í gegnum yfir kaffibolla.

geysir38 geysir40 geysir39

Á neðri hæðinni er svo herrafatnaður sem mér leist ofboðslega vel á.

Ég mæli með heimsókn í nýju Geysis búðina hún er gullfalleg, með fallegum fötum, glæsilegri hönnun og þarna munið þið vafalaust finna góðar hugmyndir að jólagjöfum svona eins og ég sem fékk þó bara hugmyndir fyrir sjálfa mig í þessari ferð.

Til hamingju Geysir með enn eina perluna í miðbæ Reykjavík***

Erna Hrund

Alvöru baksviðsmyndir frá Stine Goya

BaksviðsFashionFW2014Fylgihlutir

Ef þið eruð ekki búnin að ná því þá er Stine Goya uppáhalds danski hönnuðurinn minn og ég var svo starstrukk í gær þegar hún kom og heilsaði mér sérstaklega með handabandi – ég vissi ekki hvert ég ætlaði :)

Sýning hjá Stine sló algjörlega í gegn, sérstaklega þar sem hún var með nokkur af flottustu fyrirsætum dana í sýningunni hjá sér en Lykke Maj er nýbökuð móður og startaði sýningunni í gær við mikil fagnaðarlæti áhorfenda!

Mér fannst ótrúlega gaman að fá að fylgjast með þarna baksviðs og fá að fylgjast með öllu sem fram fór. Ég sat að sjálfsögðu um makeup artistana eins og mér einni er lagið. Eftir að ég kom uppá hótel í gær og fór aðeins að skoða það sem þessir makeup artistar hafa verið að gera þá komst ég að því að ég var í návist fremstu förðunarfræðinga Danmörkur og hálf skammaðist mín fyrir að hafa ekki verið búin að tékka á þeim fyr! Þetta voru klárlega okkar Fríða María, Guðbjörg Huldís, Eygló Ólöf og Steinunn Þórðar – ef þið vitið ekki hverjar þær eru þá verðið þið að tékka á þeim. Ég sá einmitt í gær að Steinunn hafði verið tilnefnd til Eddu verðalunanna fyrir förðun og gervi í myndinni Málmnhaus – ekki skrítið þar sem það er sjúklega flott hjá henni!

En aftur að Stine Goya…. hér eru nokkrar vel valdar myndir baksviðs. Ég var gjörsamlega heilluð af skartinu sem minnti mig dáldið á Steinaldarmennina og skart sem skvísurnar þeirra hefðu notað. Eyrnalokkarnir fannst mér þó langflottastir og ég nota ekki einu sinni þannig. Fötin voru æði og í fallegum mjúkum litum sem kom mér á óvart þar sem um haustlínu er að ræða sums staðar laumuðust metallic efni inná milli sem poppaði fötin upp. Stine er svo sem aldrei eins og allir hinir sem er það sem ég fýla við hennar hönnun. Flottasta flíkin var án efa ljós fjólubláa fjaðrakápan sem Stine var einmitt í á Modeblogprisen og ég dáðist af jakkanum úr fjarlægð :)

baksviðsstine22 baksviðsstine21 baksviðsstine20 baksviðsstine19 baksviðsstine18 baksviðsstine17 baksviðsstine16 baksviðsstine15 baksviðsstine14 baksviðsstine13 baksviðsstine12 baksviðsstine11 baksviðsstine10 baksviðsstine9 baksviðsstine8 baksviðsstine7 baksviðsstine6 baksviðsstine5 baksviðsstine4 baksviðsstine3 baksviðsstine2 baksviðsstine

Fleiri myndir væntanlegar frá Designers Remix og Wackerhaus í dag er svo síðasta sýningin mín í bili en það er Ganni þar sem Essie sér um neglurnar ;)

Hlakka til að sjá!

EH

 

Pakka niður…

Lífið Mitt

Ég hef aldrei á ævinni verið jafn fljót að pakka niður. Þetta þarf ég að gera oftar að vera bara búin að ákveða allan klæðnaðinn og þá þarf ég ekkert að vera í stressinu úti að velja í hverju ég á að vera eða vera í stressi að ná í búðir að versla föt. Eina innkaupamission ferðarinnar er að finna almennilegan skóbúnað. Mínir fínu vetrarskór dóu um daginn þegr bókstaflega allur botninn fór undan öðrum þeirra. En ég hef 6 daga til að finna skónna svo ég næ því vonandi og rúmlega það ;)

Núna er ég líklega að lenda í Kaupmannahöfn og á leiðinni inní bæinn og þarf að drepa tíma áður en ég get tékkað mig inná hótelið sem ég get ekki fyr en klukkan 3. Svo ég ætla að nýta dauða tímann til að koma mér fyrir á einhverju þæginlegu kaffihúsi með wifi ;)

pakka pakka2 pakka3 pakka4 pakka5 pakka6 pakka7 pakka8Það voru tvær flíkur sem voru keyptar sérstaklega fyrir ferðina á síðustu stundu – bókstaflega! Hvíti blazerinn hér að ofan er fullkomin flík sem ég á eftir að nota mikið á næstunni, sérstaklega í sumar. Planið er að klæðast honum í kvöld á Fashion Blogger Awards yfir BettyBlue samfestinginn HÉR. Þetta var eina dressið sem var ekki tilbúið og það var að fara með mig að vera ekki reddí með öll dressin. Hann er á 7990 kr og er líka til svartur – ég verð eiginlega að eignast hann líka….

Svo er það kápan á neðstu myndunum sem er nýja ástin mín. Þessi verður góð í kuldanum í Kaupmannahöfn en þar sem hún er svona ljós yfirlitum þá verður hún aðeins hressandi fyrir skammdegið. Kápan er á 16990 kr – gjafaverð að mínu mati.

En ég var líka að fá að vita það í gær að ég fæ að fara í heimsókn í showroom hjá einni af minni uppáhalds verslun – sem er einmitt hér á Íslandi. Ég er vandræðalega spennt nákvæmlega jafn vandræðaleg og ég verð þegar ég rekst á Stine Goya baksviðs á sýningunni hennar – það verður eitthvað!! Jebb ég fæ að fara á Stine Goya sýninguna en ég er eiginlega lang spenntust fyrir henni en hún er uppáhalds danski hönnuðurinn minn <3

EH

STINE GOYA Í KÚLTÚR

SHOP

Vissuð þið að Kúltúr í Kringlunni er komin með danska merkið Stine Goya í sölu. Ég vissi það ekki en þessi tók á móti mér þegar að ég leitaði eftir dressi um daginn. Elska merkið. Vona að þau fái fullt meira í sölu frá því.

DSCF9659 DSCF9658

xx,-EG-.

STINE GOYA – SAMSTÆÐUR Í SUMAR

TREND

Í sumar línum hönnuðanna er mikið um fallegar samstæður. Danska Stine Goya gerir þetta trend fullkomlega að mínu mati. En lúkkin hér að neðan eru öll hennar, ss13.
Hvað finnst ykkur?

goya1 stine Untitled 2 Untitled12
Mig langar að klæðast þessu öllu. Við misjöfn tilefni.

♥ it.

xx,-EG-.

Töff?

Þá er eitt af tveimur skemmtilegustu tímabilum tískuunnenda að hefjast. Tískuvikurnar þar sem hönnuðir sýna línurnar sínar fyrir næsta sumar. Tískuvikan í Kaupmannahöfn fór fram núna í síðustu viku og ég er aðeins byrjuð að skoða en það er þó alltaf förðunin sem ég horfi fyrst á áður en ég fer aðra umferð og kíki á fötin. Hér eru nokkrar farðanir sem eru búnar að standa út – af því sem fór fram fyrr í vikunni.Ivan Grundahl SS 2013 – Tískuvikan í KaupmannahöfnStine Ladefoget SS 2013 – Tískuvikan í KaupmannahöfnStine Goya SS 2013 – Tískuvikan í Kaupmannahöfn

Hjá Ivan Grundahl og Stine Ladefoget er áherslan greinilega lögð á augabrúnir sem er svo sem ekkert nýtt af nálinni við erum búin að sjá margar útfærslur af mismunandi augabrúnum þó svo það sé búið að vera mun meira áberandi að gera þær alveg litlausar. Á öðrum staðnum er búið að líma gyllta filmu yfir og svo er búið að teikna hálfgerðar grimmar geishu augabrúnir á.

Förðunin hjá Stine Goya finnst mér mjög skemmtileg og það fyrsta sem kemur í huga er að sjálfsögðu Lady Gaga. Mér finnst þessi förðun ótrúlega skemmtileg og tískuvikurnar byrja vel – ég hlakka svo bara til að sjá það sem kemur á eftir:)

Ég á þó ekki von á að neitt af þessu sé að fara að ná einhverjum vinsældum hjá okkur konunum svona dags daglega;)

EH