fbpx

Alvöru baksviðsmyndir frá Stine Goya

BaksviðsFashionFW2014Fylgihlutir

Ef þið eruð ekki búnin að ná því þá er Stine Goya uppáhalds danski hönnuðurinn minn og ég var svo starstrukk í gær þegar hún kom og heilsaði mér sérstaklega með handabandi – ég vissi ekki hvert ég ætlaði :)

Sýning hjá Stine sló algjörlega í gegn, sérstaklega þar sem hún var með nokkur af flottustu fyrirsætum dana í sýningunni hjá sér en Lykke Maj er nýbökuð móður og startaði sýningunni í gær við mikil fagnaðarlæti áhorfenda!

Mér fannst ótrúlega gaman að fá að fylgjast með þarna baksviðs og fá að fylgjast með öllu sem fram fór. Ég sat að sjálfsögðu um makeup artistana eins og mér einni er lagið. Eftir að ég kom uppá hótel í gær og fór aðeins að skoða það sem þessir makeup artistar hafa verið að gera þá komst ég að því að ég var í návist fremstu förðunarfræðinga Danmörkur og hálf skammaðist mín fyrir að hafa ekki verið búin að tékka á þeim fyr! Þetta voru klárlega okkar Fríða María, Guðbjörg Huldís, Eygló Ólöf og Steinunn Þórðar – ef þið vitið ekki hverjar þær eru þá verðið þið að tékka á þeim. Ég sá einmitt í gær að Steinunn hafði verið tilnefnd til Eddu verðalunanna fyrir förðun og gervi í myndinni Málmnhaus – ekki skrítið þar sem það er sjúklega flott hjá henni!

En aftur að Stine Goya…. hér eru nokkrar vel valdar myndir baksviðs. Ég var gjörsamlega heilluð af skartinu sem minnti mig dáldið á Steinaldarmennina og skart sem skvísurnar þeirra hefðu notað. Eyrnalokkarnir fannst mér þó langflottastir og ég nota ekki einu sinni þannig. Fötin voru æði og í fallegum mjúkum litum sem kom mér á óvart þar sem um haustlínu er að ræða sums staðar laumuðust metallic efni inná milli sem poppaði fötin upp. Stine er svo sem aldrei eins og allir hinir sem er það sem ég fýla við hennar hönnun. Flottasta flíkin var án efa ljós fjólubláa fjaðrakápan sem Stine var einmitt í á Modeblogprisen og ég dáðist af jakkanum úr fjarlægð :)

baksviðsstine22 baksviðsstine21 baksviðsstine20 baksviðsstine19 baksviðsstine18 baksviðsstine17 baksviðsstine16 baksviðsstine15 baksviðsstine14 baksviðsstine13 baksviðsstine12 baksviðsstine11 baksviðsstine10 baksviðsstine9 baksviðsstine8 baksviðsstine7 baksviðsstine6 baksviðsstine5 baksviðsstine4 baksviðsstine3 baksviðsstine2 baksviðsstine

Fleiri myndir væntanlegar frá Designers Remix og Wackerhaus í dag er svo síðasta sýningin mín í bili en það er Ganni þar sem Essie sér um neglurnar ;)

Hlakka til að sjá!

EH

 

Baksviðs hjá Stine Goya

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Pattra S.

    31. January 2014

    Elska elskaaa Stine Goya. Ofsalega skemmtileg lína!!;)
    -Læt mig ekki vanta næst.