CPHFW:WOODWOOD PARTÝ

INNBLÁSTURLÍFIÐTÍSKAUPPÁHALDS

Þessar komnar♥️

A post shared by Sigríður Margrét (@sigridurr) on

Á Copenhagen Fashion Week kíktum ég, Gummi & vinkonu mínar í WOOD WOOD Launch Partý en þar var verið að launcha WOOD WOOD x ADIDAS samstarfi. Partýið var mjög skemmtilegt en boðið var upp á bjór en einnig var hægt að kaupa vörurnar úr samstarfinu en ég var mest hrifnust af derhúfunum “Madness & Mayhem” & einnig treflunum úr samstarfinu.

At the Copenhagen Fashion Week, me, Gummi and my friends went to the WOOD WOOD Launch Party where WOOD WOOD x ADIDAS collaboration was introduced! The party was a lot of fun – You could get a beer and even buy the pieces from the collaboration. What I specially liked was the “Madness & Mayhem” caps and also the scarfs from the collaboration.

x Mjög hrifin af derhúfunum/ These are the caps from the collaboration –  Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

FIMM FRÁBÆR ÁR

LÍFIÐTRENDNET

English Verison Below

Fyrir fimm árum gerðist þetta:

Með þessum snillingum:

Til hamingju Trendnet með árin öll. Í dag, 9 ágúst, er vefsíðan fimm (!) ára og ég spring úr gleði og stolti yfir velgengni síðunnar og hversu margir fylgjast með. Trendnet byrjaði sem hugmynd í kollinum á mér þegar ég horfði á sænskar sambærilegar síður vaxa og dafna. Mér fannst gaman að koma þar við, lesa góðar og jákvæðar fréttir og fá innblástur frá áhugaverðum einstaklingum sem unnu að spennandi hlutum. Síðan hefur haldið góðu róli og vaxið og dafnað þessi 5 ár, sem er ekki sjálfsagt fyrir vefsíður á Íslandi sem koma og fara. Í dag hefur Trendnet að geyma 13 ólíka bloggara undir eina og sama hattinum. Við erum hvert og eitt með okkar sérsvið og deilum vinnu, fréttum og lífstíl með tryggum lesendum, ykkur. TAKK fyrir að koma stundum hingað inn og taka þátt í stuðinu.

Ég er stödd í Kaupmannahöfn í dag þar sem tískuvikan stendur sem hæst. Planið er að kíkja á nokkrar sýningar ásamt því að fanga fasjón fólk á götum borgarinnar. Fylgist með HÉR í beinni. Ég mæli líka með því að þið kíkið á Facebook síðu Trendet í dag en þar erum við að gefa virkilega veglega afmælisgjöf til lesenda –

Flugmiði fyrir tvo til einhverra af áfangastöðum Icelandair í Evrópu (!) Meira: HÉR

Jæja … danska tískan bíður mín.

//

Trendnet is five years old today !!!  HIP HIP HURRAY!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Spurt & Svarað: Myndavélin mín

Ég Mæli MeðLífið MittMyndböndMyndir

Ég er búin að fá ótrúlega mikið af fyrirspurnum um hvernig myndavél ég notist við fyrir síðuna. Nú er lögnu kominn tími til að leyfa frábæru vélinni að vera í aðalhlutverki og svara þeim sem eru forvitnir um vélina og eru jafnvel í innkaupahugleiðingum:)

annaðdresskynning2

Vélin sem ég er að nota núna er Canon EOS M. Þetta er ný vél frá Canon sem er lítil og nett en inniheldur alla bestu eiginleika Canon vélanna. Þetta er vél sem er mjög meðfærileg og hún fer með mér allt. Hún skilar virkilega góðum myndum hvort sem birtan er góð eða ekki.

En mér finnst eiginlega myndirnar segja allt sem segja þarf og ég hef verið að nota þessa myndavél síðustu mánuði og ég dýrka hana hreinlega. Ég var með Sony Nex 5 áður og mér fannst hún mjög góð – en Canon vélin fannst mér einhvern veginn einfaldara að læra á þó svo ég sé alltaf að læra eitthvað nýtt. Um daginn komst ég t.d. að því að hún er með alls konar filtera sem hægt að að nota til að taka myndir. Svo var ég reyndar mjög lengi að fatta að vélin væri með snertiskjá – það var voða framandi!

canonvél30 canonvél29 canonvél28 canonvél27 canonvél26 canonvél25 canonvél24 canonvél22 canonvél21 canonvél17 canonvél16 canonvél15 canonvél14 canonvél13 canonvél12 canonvél11 canonvél10 canonvél9 canonvél8 canonvél6 canonvél5 canonvél4 canonvél3 canonvél2 canonvélÞessi vél fylgdi mér á tískuvikuna í Kaupmannahöfn, hún kom með mér á RFF, hefur verið fjölskyldumyndavélin og uppá síðkastið hef ég verið að prófa að taka sýnikennslumyndböndin mín upp á hana…

Svona í lokin þá langar mig að taka það fram að hvar sem ég kem með myndavélina – ef ég er t.d. í kringum atvinnuljósmyndara þá verða þeir alltaf að fá að kíkja aðeins á vélina. Þeim finnst hún rosalega spennandi og segjast allir þurfa að skoða þessa vél betur – mér finnst það mjög góð meðmæli.

Ef ykkur vantar myndavél þá mæli ég með þessari.

EH

Goodie Bag frá CPFW

FashionFW2014Lífið Mitt

Ég verð að segja ykkur frá einum girnilegum goodie bag sem ég fékk á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Ég var að renna í gegnum myndirnar mínar í Iphoto í gær og tók eftir nokkrum sem ég smellti af pokanum sem ég fékk eftir sýninguna hjá Ganni. Pokinn og innihald hans er bara alltof girnilegt til að sleppa því. goodiebagNokkrar snyrtivörur voru í pokanum – frá Essie – MAC og Tony & Guy.goodiebag2MAC sá um förðunina á sýningunni og ég fékk þennan ótrúlega sumarlega varalit í pokanum mínum – ekki leiðinlegt! Svo fékk ég líka litinn sem fyrirsæturnar voru með á nöglunum en Essie sá um neglurnar á sýningunni og liturinn Ballerina úr Wedding línunni frá merkinu var notaður. Liturinn gefur nöglunum mjög náttúrulegan bleikan lit.
goodiebag3Svo var það sjávarsalt sprey, hársprey og mótunarefni í hárið frá Tony & Guy. Ég er aðeins búin að prófa þessar vörur sem eru bara mjög fínar. Sjávarsaltspreyið sérstaklega sem ég set í hárið eftir sturtu til að gefa því smá líf.goodiebag4En það besta sem var í pokanum mínum var þessi flotta peysa frá Ganni – ekki leiðinlegt að fá svona fína hönnunarvöru gefins. En þessa er ég alveg búin að nota nokkrum sinnum síðan ég kom heim. Hún liggur í óhreina tauinu núna svo ég þarf endilega að muna að skella henni í þvott um helgina svo ég geti smellt af einni dressmynd til að sýna ykkur ;)goodiebag5 goodiebag6 goodiebag7Annars var ótrúlega lítið um svona goodie bags á tískuvikunni og greinilegt að mörg merki reyna aðeins að spara í þessum efnum. Yfirleitt voru bara svona bæklingar sem lágu á sætunum með upplýsingum um merkin og vörurnar.

Það er aldrei leiðinlegt að fá smá ókeypis glaðning sérstaklega í svona fínum poka. Svo rölti ég mega ánægð með mig og pokann minn af sýningunni uppá hótel og passaði að merkið sæist nú – kom reyndar líka við í búðinni hjá Stine Goya og keypti einn bol á útsölunni hjá henni svo mér leið eins og ég væri mega mikill stuðningsmaður danskrar hönnunar!

EH

Military innblástur fyrir förðunina

BaksviðsFashionFW2014FyrirsæturlorealmakeupMakeup ArtistTrend

Uppáhalds förðunarlúkkið mitt á tískuvikunni í Kaupmannahöfn er án efa lúkkið hjá Designers Remix. Sem förðunarfræðingur heillast ég af því þegar óhefðbundnar leiðir eru farnar í förðunum og það var svo sannarlega gert hér.

Förðunarfræðingur L’Oreal í Kaupmannahöfn, Anna Staunsager hannaði lúkkið og innblásturinn var military í stíl við fatnaðinn, hárið og staðsetningu sýningarinnar sem fór fram HÉR.

Húðin var í miklu aðalhlutverki en hún var alveg fullkomin. Nýr farði frá L’Oreal, Infallible, var notaður í verkið. Farðinn gefur létta og náttúrulega áferð en mikla þekju. Auk þess er farðinn stútfullur af raka sem er ekki slæmt að mínu mati því þá endist farðinn mun lengur fallegur á húðinni. Undir farðann er auk þess notað gott krem sem heitir Nutri Gold sem er því miður ekki komið í sölu á Íslandi eða í Danmörku en ég fékk að prófa það á handabakinu og ég er handviss um að það sé fullkomið fyrir mig. En að nota gott rakakrem undir farða er lykilatriði þegar kemur að því að láta förðunina endast lengur sérstaklega ef þið eruð með þurra húð. Þurr húð þrífst á því að fá nóg af raka og með því að bera ekki á hana krem þá dregur hún rakann úr farðanum svo hann hverfur smám saman af húðinni.

Loks er notað True Match steinefna púðurfarði til að matta niður ákveðin svæði húðarinnar og kinnbeinin skyggð með sólarpúðri. Enginn maskari, enginn varalitur og enginn kinnalitur.

En svo er komið að aðalmálinu og það er eyelinerinn. Með skapalóni er settur þríhyrningur með svörtum eyelinerblýanti ofan á globuslínuna og við innri augnkrók fyrirsætanna – á báðum augum að sjálfsögðu. Til að skerpa á eyelinernum þá eru útlínur hans mótaðar með eyelinertússpenna. Útkoman er virkilega flott og töff.

Loks voru neglurnar hermannagrænar og matt top coat sett yfir þær svo það sé nú örugglega alls enginn glans.

designereyeliner designereyeliner2 designereyeliner3 designereyeliner4 designereyeliner5 designereyeliner6 designereyeliner7 designereyeliner8 designereyeliner9

Förðunaraðstaðan var inní dýragarðinum í Fredriksberg og já útum gluggann horfði ég á ísbjörn labba í hringi og tígrisdýr klifra í trjám til að mögulega sjá hvað væri í gangi fyrir innan gluggann:)

Að fara á svona flotta tískuviku hefur verið æðislegt! Hlakka til að sýna ykkur fleiri myndir á næstu dögum…

Nú kveð ég Kaupmannahöfn í bili og hlakka til að koma aftur og vonandi fá aftur boð á tískuvikuna!

EH

Blár eyeliner…

Annað DressLífið MittlorealLúkkmakeupMakeup ArtistSnyrtibuddan mín

Ég breyti svo sársjaldan til þegar það kemur að því að farða sjálfa mig til að kíkja aðeins út – ég er svakalega frumleg samt á blogginu. Þið sem þekkið mig eitthvað ættuð að vita það að það er mjög erfitt fyrir mig að setja eitthvað meira en maskara á mig þegar ég fer útúr húsi á morgnanna eða bara hvenær sem er.

Á tískuvikunni ákvað ég þó aðeins að fara út fyrir þægindarammann og reyna að prófa eitthvað nýtt á hverjum degi. Á fimmtudaginn ákvað ég að vera með bláan eyeliner umhverfis augun. Með því að nota bláa liti í kringum augun mín næ ég að draga fram ljósbrúna litinn sem leynist í augunum mínum.

Hér sjáið þið útkomuna…

blár blár2

Ég set línu með eyelinerblýanti umhverfis augun og smudge-a hann til. Með því að smudge-a litinn þá dreifi ég úr honum, mýki og jafna áferðina svo umgjörðin utan um augun virðist ekki vera skörp.

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði umhverfis augun.

blár4

Color Riche le Kohl eyelinerblýantur Blue Sea nr. 107 – Color Riche Quad Incredible Grey nr. E5 –
Volume Million Lashes Extra Black maskari

Ég notaði silfraða augnskuggann yfir allt augnlokið áður en ég bar svo eyelinerinn umhverfis augun.

blár5

Persónulega finnst mér ekkert passa betur við bláa augnförðun er bleiktóna varalitur svo ég setti þennan fína lit á varirnar sem heitir Color Riche Blush in Plum nr. 255. Allar vörurnar sem ég notaði eru frá L’Oreal.

blár3

Ég er virkilega ánægð með útkomuna ;)

blátt6

Peysa: Vero Moda
Buxur: Selected
Skyrta: Selected
Skór: Nike Free

Ég hef komit að því að staðalbúnaður á tískuviku eru strigaskór. Hér eru allir á strigaskónnum, makeup artistar, hárgreiðslufólk, fyrirsætur, hönnuðir og skipuleggjendur. Ég var svo ánægð að hafa ákveðið að skilja skvísuskónna eftir heima á fimmtudaginn sem var lengsti dagurinn minn á tískuvikunni. Að fylgjast með svona baksviðs og sýningum er mest megnis bara að standa og ekki vera fyrir svo góður skóbúnaður er nauðsynlegur.

Annars eru þetta einu myndirnar sem ég tók af dressi dagsins sem ég er svo ánægð með þrátt fyrir að ég viti að margar ykkar séu mér ekki sammála :D Ég þarf endilega að skella í almennilega mynd af dressinu þegar ég kem heim og get neytt ljósmyndarann minn (Aðalstein) til að smella af fyrir mig :)

Í kvöld held ég svo heim á leið – ég get ekki líst því hvað söknuðurinn er mikill ég hefði aldrei trúað því sjálf. En skype bjargar miklu það er samt erfitt að geta ekki haldið á syninum sem teygjir sig í mömmu sína og skilur ekki afhverju mamma getur ekki knúsað hann…

Hlakka svo til að koma heim og knúsa yndislegu strákana mína <3

EH

Tískusýning neðanjarðar á CPFW

FashionFW2014

Ég hef bara aldrei séð jafn skemmtilega og frumlega staðsetningu á tískusýningu eins og hjá Designers Remix hér á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.

Innblásturinn fyrir línuna var military og allt var voðalega herlegt í sniðum og mikið um skarpar línur bæði í fötum og förðun. Sýningin var haldin í neðanjarðarbyrgi í Fredriksberg. Þetta er víst þar sem vatn var þrifið til að endurnýta í gamla daga – eða eitthvað svoleiðis, dönunum fannst voðalega erfitt að útskýra þetta fyrir mér á ensku :)

En þegar maður kom þarna niður tók þessi hráa stemming við manni og það var búið að lýsa allt upp með ljóskösturum og lifandi kertum. Sjúklega flott og ekki í fyrsta sinn sem Designers Remix sýningarnar eru á svona framandi stöðum. Best fannst mér þó staðsetningin fyrir hár og förðun. En við vorum í Zebra Stuen í dýragarðinum og þegar maður leit útum gluggann sást bara ísbjörn og tígrisdýr í nokkurra metra fjarlægð :)

En hér sjáið þið myndir sem ég tók rétt fyrir sýninguna…

drlocation drlocation2 drlocation3 drlocation4 drlocation5 drlocation6 drlocation7 drlocation8 drlocation9 drlocation10 drlocation11

 

Virkilega skemmtilegt – ætli það sé einhver svona staðsetning sem væri hægt að nýta á RFF á Íslandi ?

EH

Doppóttar neglur hjá Wood Wood DIY

FashionFW2014neglurSýnikennsla

Merkið Essie sá um að gera neglurnar fyrir sýningu Wood Wood á tískuvikunni í Kaupmannahöfn flottar.

Line Ahnstrom er förðunar- og naglafræðingur sá um að hanna útlitið á nöglunum sem var ótrúlega skemmtilegt og líflegt. Hún sýndi mér hvernig neglurnar væru gerðar en aulinn ég gleymdi að taka myndir skref fyrir skref en ég stal í staðinn þessari skemmtilegu mynd sem hún póstaði á Instagram síðuna sína í kjölfar sýningarinnar ;)

Screen Shot 2014-02-01 at 10.17.29 AM

Fyrst er að sjálfsögðu sett base coat á neglurnar svo eru það tvær umferðir af lakkinu St. Tropez og þegar það er þornað er tjull sett utan um nöglina og litnum blanc doppað yfir efri hluta naglanna með förðunarsvampi. Til þess að doppurnar séu ekki of áberandi þá þarf að passa uppá að það sé ekki of mikið af lit í svampinum. Svo er sett ein umferð af top coat yfir neglurnar.

Screen Shot 2014-02-01 at 10.26.03 AM

Line sagði mér líka að það væri hægt að nota þessa aðferð til þess að gera snake print á neglurnar en þá væri notaðar tvær stærðir af tjulli og aðeins dekkri lit doppað yfir grunnlitinn.

Þetta þarf á klárlega að prófa þegar ég kem heim ;)

EH

Alvöru baksviðsmyndir frá Stine Goya

BaksviðsFashionFW2014Fylgihlutir

Ef þið eruð ekki búnin að ná því þá er Stine Goya uppáhalds danski hönnuðurinn minn og ég var svo starstrukk í gær þegar hún kom og heilsaði mér sérstaklega með handabandi – ég vissi ekki hvert ég ætlaði :)

Sýning hjá Stine sló algjörlega í gegn, sérstaklega þar sem hún var með nokkur af flottustu fyrirsætum dana í sýningunni hjá sér en Lykke Maj er nýbökuð móður og startaði sýningunni í gær við mikil fagnaðarlæti áhorfenda!

Mér fannst ótrúlega gaman að fá að fylgjast með þarna baksviðs og fá að fylgjast með öllu sem fram fór. Ég sat að sjálfsögðu um makeup artistana eins og mér einni er lagið. Eftir að ég kom uppá hótel í gær og fór aðeins að skoða það sem þessir makeup artistar hafa verið að gera þá komst ég að því að ég var í návist fremstu förðunarfræðinga Danmörkur og hálf skammaðist mín fyrir að hafa ekki verið búin að tékka á þeim fyr! Þetta voru klárlega okkar Fríða María, Guðbjörg Huldís, Eygló Ólöf og Steinunn Þórðar – ef þið vitið ekki hverjar þær eru þá verðið þið að tékka á þeim. Ég sá einmitt í gær að Steinunn hafði verið tilnefnd til Eddu verðalunanna fyrir förðun og gervi í myndinni Málmnhaus – ekki skrítið þar sem það er sjúklega flott hjá henni!

En aftur að Stine Goya…. hér eru nokkrar vel valdar myndir baksviðs. Ég var gjörsamlega heilluð af skartinu sem minnti mig dáldið á Steinaldarmennina og skart sem skvísurnar þeirra hefðu notað. Eyrnalokkarnir fannst mér þó langflottastir og ég nota ekki einu sinni þannig. Fötin voru æði og í fallegum mjúkum litum sem kom mér á óvart þar sem um haustlínu er að ræða sums staðar laumuðust metallic efni inná milli sem poppaði fötin upp. Stine er svo sem aldrei eins og allir hinir sem er það sem ég fýla við hennar hönnun. Flottasta flíkin var án efa ljós fjólubláa fjaðrakápan sem Stine var einmitt í á Modeblogprisen og ég dáðist af jakkanum úr fjarlægð :)

baksviðsstine22 baksviðsstine21 baksviðsstine20 baksviðsstine19 baksviðsstine18 baksviðsstine17 baksviðsstine16 baksviðsstine15 baksviðsstine14 baksviðsstine13 baksviðsstine12 baksviðsstine11 baksviðsstine10 baksviðsstine9 baksviðsstine8 baksviðsstine7 baksviðsstine6 baksviðsstine5 baksviðsstine4 baksviðsstine3 baksviðsstine2 baksviðsstine

Fleiri myndir væntanlegar frá Designers Remix og Wackerhaus í dag er svo síðasta sýningin mín í bili en það er Ganni þar sem Essie sér um neglurnar ;)

Hlakka til að sjá!

EH

 

CPFW dagur #2 – Makeup Lúkk

Annað DressAugulorealLúkkmakeupSnyrtibuddan mín

Eins og ég var búin að segja ykkur frá þá er ég hér á tískuvikunni í Kaupmannahöfn til að vinna m.a. smá verkefni í samstarfi við L’Oreal sem sér um þónokkur förðunarlúkk og neglur fyrir hinar ýmsu sýningar. Það kom því ekki annað til greina en að förðunarlúkk vikunnar væru öll með vörum frá merkinu;)

makeuplúkk10makeuplúkk8

Hér í Kaupmannahöfn er allt útí auglýsingum fyrir nýjasta maskarann frá merkinu, Manga Mascara, svo ég var mjög spennt að prófa hann. Þetta er þykkingarmaskari sem klessir augnhárin dáldið saman og þéttir þau þannig. Ég er mikill aðdáandi þykkingarmaskara en hef aldrei kannski fundið neinn sem ég get borið á mig hugsunarlaust – fyr en nú. Ég er hrikalega ánægð með þennan maskara sem er væntanlegur til okkar á Íslandi eftir nokkrar vikur!!

makeuplúkk9Vörurnar sem ég notaði er eins og ég áður skrifaði allar frá L’Oreal…

Andlit:
Nude Magique CC krem, fjólubláa – True Match hyljari – Nude Magique BB púður – Glam Bronze sólarpúður í lit 101 – Color Riche le blush í litnum Apricot nr. 235.

Augu:
Color Riche augnskuggapalletta í litnum Marron Glacé E4 – Color Riche Le Kohl blýantur í litnum Pure Espresso nr 102 – Color Riche Le Sourcil augabrúnablýantur í litnum Golden Brown nr. 302 – Mega Volume Miss Manga maskari.

Varir:
Color Riche varalitur í litnum Sensual Rose nr. 379 – minn uppáhalds frá merkinu!

makeuplúkk6 makeuplúkk5makeuplúkk3makeuplúkk7

Mér finnst alltaf voðalega fallegt að vera með brúna liti um augun – það er aðeins meira en að vera ekki með neitt og aðeins minna en að vera með svart. Ég ákvað svo að vera með eyeliner sem ég gerði með blýanti sem gerist nú ekki oft þar sem ég er svo hrifin af tússpennaeyelinerum sem ég þarf endilega að fara að eignast í fleiri litum!

Svona náttúrulegir litir fannst mér líka fara kjólnum sem ég klæddis langbest…

selected kjóllKjóll: Selected
Sokkabuxur: Oroblu
Myndavél: Canon EOS M

EH