fbpx

Military innblástur fyrir förðunina

BaksviðsFashionFW2014FyrirsæturlorealmakeupMakeup ArtistTrend

Uppáhalds förðunarlúkkið mitt á tískuvikunni í Kaupmannahöfn er án efa lúkkið hjá Designers Remix. Sem förðunarfræðingur heillast ég af því þegar óhefðbundnar leiðir eru farnar í förðunum og það var svo sannarlega gert hér.

Förðunarfræðingur L’Oreal í Kaupmannahöfn, Anna Staunsager hannaði lúkkið og innblásturinn var military í stíl við fatnaðinn, hárið og staðsetningu sýningarinnar sem fór fram HÉR.

Húðin var í miklu aðalhlutverki en hún var alveg fullkomin. Nýr farði frá L’Oreal, Infallible, var notaður í verkið. Farðinn gefur létta og náttúrulega áferð en mikla þekju. Auk þess er farðinn stútfullur af raka sem er ekki slæmt að mínu mati því þá endist farðinn mun lengur fallegur á húðinni. Undir farðann er auk þess notað gott krem sem heitir Nutri Gold sem er því miður ekki komið í sölu á Íslandi eða í Danmörku en ég fékk að prófa það á handabakinu og ég er handviss um að það sé fullkomið fyrir mig. En að nota gott rakakrem undir farða er lykilatriði þegar kemur að því að láta förðunina endast lengur sérstaklega ef þið eruð með þurra húð. Þurr húð þrífst á því að fá nóg af raka og með því að bera ekki á hana krem þá dregur hún rakann úr farðanum svo hann hverfur smám saman af húðinni.

Loks er notað True Match steinefna púðurfarði til að matta niður ákveðin svæði húðarinnar og kinnbeinin skyggð með sólarpúðri. Enginn maskari, enginn varalitur og enginn kinnalitur.

En svo er komið að aðalmálinu og það er eyelinerinn. Með skapalóni er settur þríhyrningur með svörtum eyelinerblýanti ofan á globuslínuna og við innri augnkrók fyrirsætanna – á báðum augum að sjálfsögðu. Til að skerpa á eyelinernum þá eru útlínur hans mótaðar með eyelinertússpenna. Útkoman er virkilega flott og töff.

Loks voru neglurnar hermannagrænar og matt top coat sett yfir þær svo það sé nú örugglega alls enginn glans.

designereyeliner designereyeliner2 designereyeliner3 designereyeliner4 designereyeliner5 designereyeliner6 designereyeliner7 designereyeliner8 designereyeliner9

Förðunaraðstaðan var inní dýragarðinum í Fredriksberg og já útum gluggann horfði ég á ísbjörn labba í hringi og tígrisdýr klifra í trjám til að mögulega sjá hvað væri í gangi fyrir innan gluggann:)

Að fara á svona flotta tískuviku hefur verið æðislegt! Hlakka til að sýna ykkur fleiri myndir á næstu dögum…

Nú kveð ég Kaupmannahöfn í bili og hlakka til að koma aftur og vonandi fá aftur boð á tískuvikuna!

EH

Innkaupaferð með Vila

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    3. February 2014

    LOVE !