fbpx

Innkaupaferð með Vila

Annað DressFashionLífið Mitt

Þið vitið ekki hvað ég var fáránlega spennt fyrir því að fá að vera gestur í innkaupaferð fyrir Vila!!! Ef þið vissuð það ekki þá er þetta án efa uppáhalds verslunin mín á Íslandi (í 1. sæti með Selected) og þegar mér var boðið að koma með að skoða stílana sem eru í boði fyrir árið 2014 réð ég varla við mig af kæti.

Vila showroomið var í ótrúlega flottu húsnæði í Holmen. Þar var líka showroomið fyrir Selected svo ég fékk líka að njósna um hvað Róbert keypti inn fyrir hina uppáhalds búðina mína :)

Svanhildur sem sér um innkaupin fyrir Vila stóð sig svakalega vel að velja fínar flíkur inní búðina á þessu ári. En þegar ég kom fékk ég svo að vita að ef það væru einhverjar flíkur sem ég vildi fá að velja sérstaklega í búðirnar þá mætti ég það. Þvílíkur valkvíði sem ég fékk þarna á staðnum. Ég held þó að ég hafi staðið mig ágætlega og ég hlakka til að sýna ykkur hvaða flíkur ég valdi. En ég tók svo mikið af myndum að mér fannst synd að henda þeim öllum inní eina risavaxna færslu sem enginn nennir að lesa svo ég ákvað að gera bara nokkrar færslur í þeim.

Hér sjáið þið yfirlitsmyndirnar – close up myndir af flíkunum eru væntanlegar á næstu dögum…

innkaupaferð innkaupaferð2 innkaupaferð3 innkaupaferð4 innkaupaferð5 innkaupaferð6 innkaupaferð7 innkaupaferð8

 

Einu dressi verð ég þó að kjafta strax frá þar sem ég er eiginlega búin að gera það á Instagram síðunni minni @ernahrund – það er þetta hér!

Ég heillaðist um leið og ég sá þessar flíkur og ég krafðist þess að þetta yrði keypt heim, Svanhildur var líka búin að velja það svo við vorum hjartanlega sammála.

innkaupaferð10

Ég get ekki beðið eftir því að þessar leðurbuxur rati í minn fataskáp. Appelsínugula angórupeysan fannst mér smellpassa við þær og þetta dress er fullkomið fyrir haustið – en fötin koma einmitt ekki fyr en í haust.

Nú er ég komin með leðurjakkann minn – HÉR – sem verður líklega líka fáanlegur innan skamms á Íslandi, leyfi ykkur að fylgjast með. En önnur leðurflík hefur lengi verið á óskalistanum og það eru leðurbuxur. Nú styttist í að þessar verði í mínum skáp og ef þið hafið lengi leitað eftir góðu sniði eins og ég þá verðið þið hrifnar af þessum – þetta eru nefninlega ekki svona buxur sem bara stelpur með fyrirsætuvöxt geta notað!! Ég smellpassaði í mína venjulegu Vila stærð sem er Medium.

Hlakka til að sýna ykkur fleiri flíkur sem ég valdi ;)

EH

Blár eyeliner...

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  2. February 2014

  Núna ætla ég að vera leiðinlega pían sem segist vona að þessi angórupeysa verði ekki pöntuð. Finnst umræðan um hvernig angóruull er framleidd hafa verið það mikla undanfarið að neytendur ættu varla að hafa lyst á angóruflík. H&M er t.d. hætt að bjóða upp á angóruflíkur í kjölfarið á þessari umræði. Einnig skilst mér að Lindex hafi tekið sömu ákvörðun ásamt fleiri risafyrirtækjum.
  Mæli mjög mikið með því að kynna þér þetta ef þú hefur áhuga, http://action.peta.org.uk/ea-action/action?ea.client.id=5&ea.campaign.id=23870&ea.url.id=182512&ea.campaigner.email=%2Bzpj4IvSCBVJqUSCif23gk7LPDGZfF8Q&ea_broadcast_target_id=0
  Sorry með þetta komment, ég bara varð:)

  • Inga

   2. February 2014

   Sammála þér!! Ég hreinlega gæti ekki keypt angóruflík, hvað þá klæðst henni.

  • Sunna

   2. February 2014

   Mikið er ég sammála þér Svana!

  • Sandra

   2. February 2014

   Sammála, fékk ógeðishroll þegar ég horfði á þetta (píndi mig að klára). Ætla aldeilis ekki að versla neitt úr angóru.. Þetta er hræðilegt! Við verðum að fara að vera meira vakandi yfir þessu.

  • tinna

   2. February 2014

   hversu skelfilegt!!!!!

 2. Una Unnars

  2. February 2014

  Ég verð að vera sammála Svönu, það er hræðilegt hvernig farið er með greyið kanínurnar. Það eru einungis við neytendurnir sem getum haft áhrif á að stöðva þessa meðferð á dýrunum, því þetta mun halda svona áfram svo lengi sem við höldum áfram að kaupa þessar flíkur.

  Annars æðislegar leðurbuxurnar og margar girnilegar flíkur þarna á slánum sýnist mér ;)

 3. Helga

  2. February 2014

  Flottar buxur :) en já sammála Svönu, peysan er out!

 4. Bestseller

  3. February 2014

  Sæl Svart á Hvítu
  Takk fyrir að benda á þetta. Það er rétt að ákveðin fyrirtæki í heiminum hafa ákveðið að hætta að bjóða uppá angóruflíkur eins og er. Í öllum þeim tilfellum sem við hjá Bestseller höfum kynnt okkur var sú ákvörðun tekin þar sem fyrirtækin komust að óeðlilegri meðferð dýra hjá framleiðendum sínum.
  Ekkert af þessu á við um framleiðslu Bestseller á angóruflíkum og mælum við með að sem flestir lesi meðfylgjandi link þar sem farið er yfir ferlið.
  https://www.bestseller.com/en/SustainabilityX/Animals/Angora-in-the-clear.aspx

  Með bestu kveðju
  Bestseller

  • Harpa

   3. February 2014

   Gott að sjá fyrirtæki sem lætur sig velferð dýra varða. Get hinsvegar ekki séð neitt á þessum link þar sem ,,farið er yfir ferlið”. Hvernig er ferlið við framleiðslu á þessari angóru frábrugðið annarri framleiðslu?

  • Svart á Hvítu

   3. February 2014

   Ég vona svo sannarlega að það sé satt og rétt. Þó er eina mannúðlega leiðin að klippa kanínurnar með skærum og greiða þeim, sem er t.d. gert í angóruframleiðslu í Bretlandi og ég á erfitt með að trúa að sé líka gert á nokkrum stað í Kína þar sem engin lög banna slæma meðferð og kínversk framleiðsla undirbýður evrópska framleiðslu svo um munar. Það er bæði mikið tímafrekara að klippa dýrin sem skilar sér í háu verðlagi á vörunni sem ætti þá helst að fást bara í lúxusverslunum. Það er ástæðan fyrir því að flest “lágvöru” tískufyrirtæki kjósa að versla kínverska angóru, en um 90% af heimsframleiðslunni kemur þaðan.

   “Ninety per cent of the world’s angora comes from China, where there are no penalties for the abuse of animals on farms and no standards to regulate the treatment of the animals.”

   “Rabbits – who are extremely clean by nature – are kept for their entire lives in tiny, filthy cages, surrounded by their own waste, with little protection from the elements. The thin cage wires constantly cut into their sensitive footpads, and they never have the chance to run around, jump or play.”
   -Tekið af síðu Peta.

   Svo er hér enn ein greinin sem ég mæli með að lesa, “A cruelty-free angora fur trade may be incompatible with fast fashion”.
   http://www.theguardian.com/sustainable-business/sustainable-fashion-blog/cruelty-free-angora-rabbit-fur-fashion-peta-footage

   Þessi grein bendir á að það á ekki að vera hægt að framleiða “cruelty free” angóru fyrir “fast fashion”, sem er akkúrat það sem búðir eins og H&M, Lindex og Bestseller o.fl. standa fyrir.

   Með bestu kveðju, Svana

   -Og með von um að þær sem lesi þetta hætti að versla angóruflíkur og bendi einnig vinkonum sínum á það:)

 5. Margrét

  3. February 2014

  Vildi að það væri hægt að “like-a” kommentin hennar Svönu við þessa færslu! LIKE á að opna þessa umræðu og DISLIKE á þessa peysu!

 6. Ragga

  3. February 2014

  Eins og það koma oft fallegar flíkur í VILA þá finnst mér bara svo mikil synd hvað gæðin eru léleg.. Mín reynsla er að eftir 2-3 ferðir í þvottavélina er flíkin svo gott sem búin! Sem er barasta ekki nógu góð ending, þrátt fyrir að verðin séu góð…. Ódýr flík er dýr þegar hún endist illa… Hef svosum ekki verslað þarna í svolítinn tíma svo það hefur kannski breyst – vonandi… :)