Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur þann 8. mars. Í dag vaknaði ég því við allskonar pepp orð á samskiptamiðlasíðum og gat ekki hugsað mér annað en að hjálpa til við að breiða út boðskapinn. Árið er 2017 og konur eiga enn langt í land með að standa í sömu sporum og karlmenn á mörgum vígstöðum – sorglegt … Ég er ekki endilega hápólitísk en þetta er atriði sem allir hljóta að hrista hausinn yfir. Þessi dagur er mikilvægur og minnir okkur konur á að standa þétt saman í okkar baráttu fyrir jöfnum kjörum.
Til að taka þátt á léttu nótunum setti ég saman smá óskalista sem á vel við. Kauphugmyndir héðan og þaðan sem henta einkar vel í dag, en svo er um að gera að klæðast þeim sem oftast út árið.
Óskalisti dagsins –
Jafnrétti/Justice kápa frá Mads Norgaard. Fæst: HÉR
Girls Make History t shirt frá Ginu Tricot. Fæst: HÉR
Spilastokkur frá Bad Bitch Card Collection – sterkar konur í aðalhlutverki. Frábær hugmynd!
Fæst: HÉR
HERproject – verslum við Lindex í dag.
Lindex gefur 10% af allri sölu til hennar/okkar í dag. Meira: HÉR
Frægu hátískubolirnir hafa aldrei átt betur við en á alþjóðlegum kvennréttinda degi.
DIOR AW17
Prabal Gurung AW17
Ef við ætlum einhvertíman að kaupa okkur þetta veggspjald, þá er það í dag. Flott á skrifstofuna til að minna okkur á. Fæst: HÉR
Sendið mér endilega tips ef þið eruð með fleiri sniðugar kauphugmyndir sem henta í dag?
Áfram réttlæti! Í dag og alla aðra daga.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg