fbpx

ALLTAF EINS KLÆDDIR

FÓLKINSPIRATION

English version below

Mark Zuckerberger birti þessa mynd hér að neðan á Facebook undir yfirskriftinni “What should I wear?”.

12513843_10102616790362931_3270313262875234676_o

Það er áhugavert að sjá að nokkrir af áhrifaríkustu mönnum samtímans sníða sér ákveðinn einkennisbúning og klæðast eins alla daga. Þar má nefna Mark sem fer í bol og hettupeysu, Obama á bara svört og dökkblá jakkaföt og Steve Jobs rokkaði gallabuxur, new balance og svartan rúllukraga.
Þeir vilja minnka ákvörðunartöku um hluti sem ekki skipta máli í daglegu lífi. Þeir þurfa að taka svo margar mikilvægar ákvarðanir í sínum áhrifamiklu stöðum og spara því hugann í þessum minni málefnum. Þeir sleppa því við að ákveða föt á hverjum morgni eða hvað þeir borða í hvert mál. Við vitum öll að þessir tveir hlutir geta valið miklu hugarangri – þó svo að þeir geti einnig veitt mikla ánægju.

news-steve-jobbs-style

Steve Jobs – Stíllinn hans er klárlega að virka í dag

obama-suits malebestdress_obama
Obama – svalur

03UNIFORMSUB_COMBO-master495
Zuckerber – ekki jafn svalur en þetta “nördalúkk” er samt sem áður í tísku

Það er gaman að sjá hversu einfaldur búningurinn er hjá Mark. Ég reyndi aðeins að leita eftir því hverju hann klæddist og hann er ekkert að kaupa þetta í American Apperal, eins og einhverjir gætu kannski haldið. Peysan og bolurinn eru bæði úr kasmír frá  J.CrewElder Statesman og Brunello Cucinelli. Bolirnir eru á tæpar 130.000 kr og peysurnar á um 280.000 kr. !!!
Þetta eru þó ekki öruggar heimildir, en hann ætti þó ekki að finna mikið fyrir þessum aurum. Ég myndi þó mæla með ódýrari leiðum ef einhver ætlar að leika stílinn eftir.

Getið þið bent mér á einhverja konu sem hefur notið velgengni og á sér einkennisbúning? Ég fann enga í fljótu bragði.

//

Some of the most successful men today have their own uniform. Everybody knows how Steve Jobs rocket New Balance sneakers, jeans and black turtle neck. Obama only haves black and blue suits in his closet. Mark Zuckerberger posted the photo above with the caption “What to wear?”. His uniform is simple and nerdy – grey t-shirt and zipped hoodie. The reason for their uniform is that they want to take out this decision making from the everyday life – what clothes to wear and what to eat.
Some might think that Zuckerberger was wearing American Apperal, but no! The items are both made from Cashmere from the brands J.CrewElder Statesman og Brunello Cucinelli. The t-shirts costs about 1.000$ and the hoodies around 2.200$.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

URBAN SAFARI

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. María Rut Dýrfjörð

    31. January 2016

    Mjög skemmtilega pæling sem ég hef sjálf einmitt velt fyrir mér. Ég held samt að engin kona eigi jafn augljósan einkennisfatnað og þessir ágætu menn. Ástæðan er örugglega sú að yfirleitt er pælt mikið meira í því sem að konur klæðast og engin kona myndi komast upp með að vera í “sama” fatnaði viðburð eftir viðburð án þess að að því væri fundið. Mér datt samt í hug nokkrar konur sem komast nokkuð nálægt þessu án þess þó að vera “alltaf eins”:

    Angela Merkel á jakkasafn í fjölbreyttum litum sem hún parar að öllu jafna við svartar buxur. Jakkarnir eiga það sameiginlegt að vera flestir með samskonar hálsmál sem einkennir hennar stíl.

    Anna Wintour hefur skartað sömu hárgreiðslunni í áraraðir – nokkurskonar signature þar á ferð.

    Vera Wang er þekkt fyrir að vera með svart sítt slegið hár og er mjög oft svartklædd – í raun algjör andstæða við brúðarkjólana sem hún er þekktust fyrir.

    Christine Lagarde er yfirleitt klædd í dökka dragt, en hennar séreinkenni eru perlueyrnalokkar og stutta silfraða hárið auk þess sem hún skartar oft dýrindis klútum til að brjóta upp lúkkið.

    Hillary Clinton er mjög oft í 3pc samlitri dragt, þ.e. buxum, bol/vesti og jakka sem öll eru í sama lit – finnst það reyndar frekar þreytt hjá henni, mætti finna sér nýjan stílista :)

    • Svart á Hvítu

      1. February 2016

      Góð grein, ég þarf að tileinka mér svona stíl þrátt fyrir að vera ekki orðin mjög successful haha:) Eyði of miklum tíma í að finna föt og finnst ég aldrei nógu smart!

  2. Svart á Hvítu

    31. January 2016

    Áhugavert! Svo er auðvitað alltaf hann Kalli Lagerfeld alltaf eins:)
    Meðal kvenna væri t.d. Fran Lebowitz og Grace Coddington… pottþétt fleiri:)
    Jú mætti svosem nefna Anna Wintour, hún er ekkert að eyða sínum tíma í nýjar hárgreiðslur! Ellen er alltaf í sama stílnum, en þó fjölbreytt samsetning á jakkafötum og sneakers.

    • Elísabet Gunnars

      1. February 2016

      Já auðvitað Kalli kallinn! Hefði alltaf átt að hafa hann með í póstinum.

  3. Elín

    31. January 2016

    Án þess að vita neitt um þetta efni en þá getur þessi ákvörðun um að vera alltaf í sömu, nokkurnveginn hlutlausu fötum, komið í veg fyrir að persóna þeirra verður dregin inn í útlitsumfjallanir, jákvæðar eða neikvæðar. Þá verður umfjöllunarefni þeirra, í tilfelli Jobs og Zuckerber en þeir eru að kynna nýjar vörur, aðal atriðið – ekki þarf að afgreiða hvernig þeir klæddu sig eða hvort klippingin sé ‘hit or miss’. Eins og þú nefnir þá er verið að leggja áherslu á það sem á að skipta máli og sleppa óþarfa hugarangri. Annars man ég ekki eftir konu sem gengur jafn langt og þessir herrar. Sammála með Ellen sem er nefnd hér að ofan og Anna Wintour en kannski til að bæta við þá hugsa ég til Angela Merkel, sem er svolítið eins og Ellen, í svipuðum stíl en með útfærslum

  4. Sólveig

    31. January 2016

    Angela Merkel á nú næstum því svona einkennisbúning :)

  5. Ella

    1. February 2016

    Angela Merkel!

  6. Elísabet Gunnars

    1. February 2016

    Takk fyrir hinar ábendingarnar .. þetta er ótrúlega áhugavert að skoða :)

  7. Karen

    1. February 2016

    Kelly Cutrone og svörtu fötin hennar