English version below
Mark Zuckerberger birti þessa mynd hér að neðan á Facebook undir yfirskriftinni “What should I wear?”.
Það er áhugavert að sjá að nokkrir af áhrifaríkustu mönnum samtímans sníða sér ákveðinn einkennisbúning og klæðast eins alla daga. Þar má nefna Mark sem fer í bol og hettupeysu, Obama á bara svört og dökkblá jakkaföt og Steve Jobs rokkaði gallabuxur, new balance og svartan rúllukraga.
Þeir vilja minnka ákvörðunartöku um hluti sem ekki skipta máli í daglegu lífi. Þeir þurfa að taka svo margar mikilvægar ákvarðanir í sínum áhrifamiklu stöðum og spara því hugann í þessum minni málefnum. Þeir sleppa því við að ákveða föt á hverjum morgni eða hvað þeir borða í hvert mál. Við vitum öll að þessir tveir hlutir geta valið miklu hugarangri – þó svo að þeir geti einnig veitt mikla ánægju.
Steve Jobs – Stíllinn hans er klárlega að virka í dag
Zuckerber – ekki jafn svalur en þetta “nördalúkk” er samt sem áður í tísku
Það er gaman að sjá hversu einfaldur búningurinn er hjá Mark. Ég reyndi aðeins að leita eftir því hverju hann klæddist og hann er ekkert að kaupa þetta í American Apperal, eins og einhverjir gætu kannski haldið. Peysan og bolurinn eru bæði úr kasmír frá J.Crew, Elder Statesman og Brunello Cucinelli. Bolirnir eru á tæpar 130.000 kr og peysurnar á um 280.000 kr. !!!
Þetta eru þó ekki öruggar heimildir, en hann ætti þó ekki að finna mikið fyrir þessum aurum. Ég myndi þó mæla með ódýrari leiðum ef einhver ætlar að leika stílinn eftir.
Getið þið bent mér á einhverja konu sem hefur notið velgengni og á sér einkennisbúning? Ég fann enga í fljótu bragði.
//
Some of the most successful men today have their own uniform. Everybody knows how Steve Jobs rocket New Balance sneakers, jeans and black turtle neck. Obama only haves black and blue suits in his closet. Mark Zuckerberger posted the photo above with the caption “What to wear?”. His uniform is simple and nerdy – grey t-shirt and zipped hoodie. The reason for their uniform is that they want to take out this decision making from the everyday life – what clothes to wear and what to eat.
Some might think that Zuckerberger was wearing American Apperal, but no! The items are both made from Cashmere from the brands J.Crew, Elder Statesman og Brunello Cucinelli. The t-shirts costs about 1.000$ and the hoodies around 2.200$.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg