Helgin mín var löng og árangursrík með mikilli dagskrá í vinnu og einkalífi. Haustið kallar á stefnumótun og rútínu sem ég tek fagnandi á móti. Að vísu með smá öðru móti en ég er vön því nú finnst mér ég vera í kappi við tímann að klára ýmis verkefni sem ég vil ekki hafa hangandi yfir mér þegar litla systir í bumbunni mætir til okkar. Við erum öll orðin svo spennt að fá hana í fangið til að fullkomna fjölskylduna og mamman minnir sig á að sú minnsta geti auðvitað komið þó að við séum ekki með heimilið allt klappað og klár – henni er eflaust sama þó það sé ekki búið að græja ljós í loftin eða byggja bekk í ákveðið rými haha. Þó að margt sé óklárað innan veggja heimilisins þá má alltaf finna fegurð í litlu hlutunm hér heima og um helgina hjálpaði birta sólarinnar við það að fanga auga mitt –
B27 – heima er best
Ég keypti mér þessi fallegu blóm hjá 4 árstíðum – vona að þau lifi lengi
Vasi: KER
Ég fæ margar fyrirspurnir um köflóttu flísarnar í forstofunni heima. Við keyptum þær í Flísabúðinni.
Skór: Prada vintage
N°5 klassík
<3
Glugginn sem seldi mér húsið og minnir mig svo reglulega á það.
Hér má sjá rússaperu hangandi í skuggamynd og á öllum myndum sjáið þið að ég þarf að græja ljósamálin ;)
Trúi því ekki að þessi bumbukona geti orðið mikið stærri, varla hægt.
Vonandi áttuð þið ljúfa helgi.
Hér var líka falleg birta, nýtt Vipp fundarrými hannað af Anthony fyrir Exeter hótels. Virkilega næs viðvera, þrátt fyrir inniveru á sólríkum laugardegi sem var kannski óheppilegt.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg