Í litaspjaldi mínu með Byko hélt ég mig við setninguna góðu “Basic er best”, ég blandaði saman 6 lita spjald með tónum sem ég myndi kjósa á veggina heima hjá mér. Flestir eru ljósir litir í mismunandi tónum og svo eru það Fanø græni og 501 blár sem gefa meiri lit í lífið.
Þegar við Gunni heimsóttum Villa Copenhagen um áramótin þá heilluðumst við að uppsetningu inni á almenningsbaðinu hjá þeim. Við sáum fyrir okkur að gæti verið flott að útfæra á litlu baðherbergi hér heima því það var svipaður panell á veggjum. Eftir smá vangaveltu völdum við 501 bláa sem kemur svo ótrúlega fallega út að mínu mati. Aftur. Hér sannast hvað málning gefur mikinn svip og getur gjörsamlega breytt rýmum –
Villa Copenhagen fyrirmyndin:
B27 – BAÐ Í ANDYRI
Fyrir utan málningu er uppsetning, innréttingar og aukahlutir nákvæmlega eins og það var fyrir.
Við skiptum baðherberginu með þessum viðarlista sem við grunnuðum og máluðum í sama bláa litnum. Fyrir ofan er svo Hvítur Svanur, sem er einnig að finna á öllum alrýmum og gefur því baðherberginu góða tengingu við heildina. Hann er fallega kremaður þegar hann er paraður við bláa litinn.
501 blár
Skrifa Innlegg