fbpx

10 ára áskorun: MÍNAR MINNINGAR

LÍFIÐ

Ég hef fylgst spennt með vinum mínum á Instagram deila 10 ára minningum í svokallaðri #10yearchallenge sem poppaði upp á dögunum. Ég held að Facebook hafi verið fyrst til að hvetja til þessarar áskorunar? Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál. Það er svo fyndið að sjá hvað flestir hafa breyst mikið og hugsa til þess hversu margt hefur runnið til sjávar. Það er líka svo hollt að finna hvað maður hefur þrosakast og upplifað margt á þessum langa tíma sem flaug samt svo hratt áfram. Árið 2009 gerðist einhvernveginn allt hjá mér persónulega – ég eignaðist Ölbu, flutti til útlanda með 3 mánaða frumburð, Gunni byrjaði atvinnumannaferlinn sinn í handbolta, ég byrjaði að blogga (!) og seinni hluta ársins eyddi ég svo að miklum hluta á gólfinu í sænskum verslunum að kaupa skandinavískar flíkur fyrir Íslendinga – mjög gaman.


Í janúar fyrir 10 árum sat ég á gólfinu inni í litlu fataherbergi í stúdentaíbúð í Skipholti búin að hreinsa allt sem ég var hætt að nota og undirbjó fatasölu …. klapp klapp fyrir mér að taka þá ákvörðun.

Þegar ég var í Menntaskóla vann ég ca 50% með skóla í tískuvöruversluninni Centrum (RIP) hjá NTC og smitaðist þar af léttri “kaupsýki”. Rútínan var þannig að ég vann og vann og eyddi svo stórum hluta launanna í föt. Mér fannst eins og ég þyrfti að eiga þessa og hina flík í mörgum litum og fór reglulega í verslunarferðir til skandinavíu þar sem ég “missti mig” í algjörri vitleysu – ég vinn sem betur fer með þroskaðari kaupaðferðir í dag.

Það jákvæða er þó að ég vann alltaf fyrir hlutunum og finnst það svo mikilvægur punktur að koma á framfæri við mína fylgjendur enn þann dag í dag. Þannig hugsa ég enn í dag þó að aðstæður séu aðrar og kenni mínum börnum sömu hugsun. Ef þig langar virkilega í eitthvað þá verður þú að vinna fyrir því – þannig kann maður einnig betur að meta nýjan hlut hverju sinni.

Myndir eru minningar, þessar eru allar teknar haustið 2008 og þangað til við fluttum til Svíþjóðar 2009 auk fyrstu viknanna í nýju landi – mjög random val.
Ég hef alltaf horft á myndir sem einskonar dagbók og var löngu byrjuð að safna í albúm áður en ég byrjaði að taka myndir fyrir bloggið. Hér er brotabrotabrot af því safni sem ég á í lokuðum albúmum á Facebook:

Tímarnir breytast og mennirnir með. Takk fyrir að deila öllum 10 ára minningunum – ég elska það!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

H&M X EYTYS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Andrea

    17. January 2019

    Dásamlegar myndir og minningar :)
    Man svo vel eftir þessum tíma í CENTRUM og svo magnað hvað þetta líf líður hratt.
    Forréttindi að vera svona heppin & fá að eldast og halda afmæli á hverju ári.
    Lífið er gott <3
    LoveLove

  2. KarenE

    31. January 2019

    hahah dásamlegu myndir!!! <3