fbpx

OUTFIT

ÍSLANDOUTFIT

Við mæðgurnar vorum varla komnar heim til Malmö þegar við vorum aftur á leiðinni til Íslands. Ástæðan eru landsliðsverkefni hjá Arnóri, og í staðinn fyrir að vera bara tvær heima þá skelltum við okkur aftur heim. Ég ákvað um daginn að á meðan við búum svona nálægt Íslandi að þá förum við heim þegar tækifæri gefst. Þannig fær fólkið okkar líka að njóta þess að vera með Aþenu Röfn og tengslin þeirra á milli styrkjast. Hún ELSKAR að vera hérna með öllum, kallar flesta með nafni og stjórnar (að sjálfsögðu) öllum frá A-Ö.

En þvílík tímasetning að koma heim núna – ég fór í sóttkví við heimkomu og hef haldið mig meira og minna heima síðan við komum. Ég mæli svo mikið með þessari færslu frá Örnu Petru þar sem hún stingur upp á alls kyns skemmtilegu og notalegu sem hægt er að gera heima. Einnig langar mig að hvetja ykkur til að halda áfram að versla við uppáhalds veitingastaðina ykkar og verslanir – sem róa þungan róður núna og þurfa á öllum sínum tryggustu viðskiptavinum að halda. Flestir veitingastaðir eru með take-away eða heimsendingar og verslanir gæta ítrustu sóttvarna.

Annars finnst mér nauðsynlegt að fara í göngutúr á hverjum degi. Þeir þurfa ekki að vera langir, bara að komast aðeins út, anda að sér fersku lofti og virða fyrir sér fallegu haustlitina. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að reyna að sjá fegurðina í litlu hlutunum :-)

Úlpa, vesti og buxur: 66°North
Skór: UNA – JoDis by Andrea Röfn  

Farið vel með ykkur!

 —

Andrea Röfn

instagram // @andrearofn

OUTFIT

Skrifa Innlegg