fbpx

OUTFIT

OUTFIT

Outfit í vinkonudinner á Íslandi fyrr í mánuðinum. Allar flíkurnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eiga því skilið sér post hérna á blogginu. Rúllukragapeysan er hönnuð af Bergi Guðnasyni hjá 66°Norður og heitir Torfajökull. Ég er búin að ofnota hana síðan ég fékk hana, fullkomin flík í minn fataskáp. 66°N á ermunum og aftan á rúllukraganum eru svo trylltir details. Buxurnar eru frá Holzweiler en ég fæ endalausar spurningar út í þær þegar þeim bregður fyrir á instagram hjá mér. Þær heita Skunk trouser og eru ongoing stíll hjá merkinu. Holzweiler er norskt merki sem ég held mikið upp á. Jakkinn er frá Won Hundred sem er fáanlegt í Húrra Reykjavík. Mér finnst algjört lykilatriði að eiga alltaf fullkominn blazer jakka í fataskápnum. Síðast en ekki síst eru það skórnir – stíllinn Aþena úr línunni minni JoDis by Andrea Röfn. Þessir skór seldust upp á fyrsta degi bæði í svörtu og ljósu – en ég get glatt ykkur, sem langar í þá, með þeim fréttum að þeir koma aftur í október eða nóvember. Ég læt að sjálfsögðu vita um leið og ég veit meira!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn – ég er með gjafaleik í gangi í samstarfi við GOSH!

LÍFIÐ

Skrifa Innlegg