Góðan & blessaðan daginn kæri lesandi <3
Í dag er fallegur dagur! Fuglasöngurinn & sólin ætti að ná að gleðja okkur á svona tímum. Ég vona allavega að þú hafir það gott í dag & ég sendi þér góða & jákvæða strauma.
Notum þennan tíma til þess að hafa það bara svolítið kósýý heima …
Lesum bók
Horfum á YouTube ;) það er komið nýtt myndband frá mér!
Liggjum í leti ÁN þess að fá samviskubit!! – ég er að reyna að æfa mig 😄
Heyrum í gömlum vin
Hlustum á uppbyggjandi hlaðvörp
Skrifum í dagbók
Bökum KÖKU!
Tökum bíómyndamaraþon – Við Tómas erum að skiptast á að velja mynd 🍿
Gerum heimaæfingu ef við treystum okkur til
Förum í göngutúr (ef við getum)
Öndum að okkur þessu ferska haustlofti þó það sé ekki nema að stinga hausnum út um gluggann
Kveikjum á kertum
Hugsum extra vel um húðina
Setjum hrein rúmföt á rúmið okkar
Leyfum okkur að slaka á & gerum það besta úr þessu ástandi
& höfum það kósý heima!
…
UPDATE FRÁ MÉR:
Núna er ég komin 25 vikur á leið – Tíminn FLÝGUR!
Í gær þá póstaði ég nýju myndbandi á YouTube. Í því eru meðgöngu UPDATE & svo allskonar make up & skincare – TIPS & auðvitað er klaufaskapurinn á sínum stað … Mér þætti mjög vænt um það ef þú myndir horfa 🍿❣️ hafðu það gott –
KNÚS (snertilaust),
Skrifa Innlegg