fbpx

BARNAHERBERGIÐ

AÞENA RÖFN

Þessa dagana er ég með hugann við herbergið hennar Aþenu Rafnar. Til að byrja með fannst mér ekki nauðsynlegt að útbúa barnaherbergi fyrir hana og þar sem við fáum gesti reglulega ákváðum við að halda gestaherberginu óbreyttu í bili. Núna er hún hins vegar að verða eins árs og við erum farin að huga að breytingum heima, þannig að stofan verði ekki lengur undirlögð af dótinu hennar heldur sé það allt á sama stað í hennar herbergi. Gestaherbergið verður að herberginu hennar og í stað gestarúmsins kemur svefnsófi sem mun nýtast þegar við fáum heimsóknir.

Innblástur héðan og þaðan – það er sko ekki amalegt að hafa eina Svönu hérna á Trendnet sem er dugleg að blogga um falleg barnaherbergi. Sæhesturinn frá Ferm Living er efstur á lista enda allt of sætur bæði á vegg og á gólfi. Svo elska ég regnbogann frá Petit.is sem við fengum í gjöf á dögunum. Annars langar mig ekki að fylla herbergið af dóti og kaupa of mikið þar sem við búum ekki á framtíðarheimilinu okkar núna og gætum flutt í allt öðruvísi húsnæði áður en við vitum af. Aþena Röfn hefur líka fengið gjafir síðasta árið sem munu loksins fá sinn stað á heimilinu.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

ÞRENNT Á ÞRIÐJUDEGI

Skrifa Innlegg