fbpx

Beckham fjölskyldan á frumsýningu.

Ég er svo ástfanginn af þessari fjölskyldu, foreldrarnir og börnin. Svo falleg öll saman, það er eiginlega hálf truflandi.

Hér eru þau á frumsýningu leikritsins ‘ Viva Forever ‘ sem er insperað af Spice Girls.

David og drengirnir eru klæddir Burberry Tailoring.

nei aaaaanskotinn hvað þau eru falleg!!

Behind the scenes.

Góð tilfinning að vera kominn á ról aftur, nóg og mikið að gera, eiginlega of mikið. En maður tæklar það og fer svo aftur í slökun um jólin með fjölskyldunni. Var orðinn of góðu vanur þarna í Kaupmannahöfninni, ég var að mestu leyti bara með tærnar uppí loftinu.

Teknar voru nokkuð skemmtilegar myndir frá Suzie Q tökunni sem var á þriðjudaginn. Mikið var þetta gaman.

Langaði að deila þeim með ykkur.

behind behind2 behind3 behind4 behind5 behind6

Dagurinn í dag!

Átti svo óendanlega skemmtilegan dag með dásamlegu fólki – myndaði í allan dag fyrir verslunina Suzie Q

Mikið er ég ánægður með daginn!SUZIEQSMALL
Á myndina vantar samt karlamódel dagsins, þá Stefán og Þórð Steinar.

Kenzo for VANS.

Rakst á þetta í WOOD WOOD búðinni í Kaupmannahöfn. Greip athygli mína og mig langaði að vita meira.

Ég er ekki mikill skó maður, en mér fannst þetta skemmtilegt og fínt. Hefði auðveldlega geta ímyndað mér kaupa mér par.

kenzo-vans-sneakers-2 kenzo-vans-sneakers-fall-winter-2012-1 Kenzo-x-Vanskenzovatnskenzo vans

YndislegkósýKöben.

Á meðan verslunarferð stóð í Kaupmannahöfn og ég var eiginlega kominn með ógeð af H&M ásamt að hafa verið í jólagjafaleit handa systrunum í Monki (unsuccessful). Svo ég gerði eins og margir menn í verslunarferðum gera, ég settist niður á bekk og beið eftir að þær sem ég var með voru búnar að versla.

Ég sat þarna í ágætar 50 mínútur og naut mín í tætlur. Maður að spila jólalög á fiðlu við hliðin á mér, verið að rista hnetur rétt hjá, pör hönd í hönd, gagnkynhneigð & samkynhneigð, mæðgin, feðgin, hjón, og vinir að leiðast og vera í jólastússi og krúttleg. Mikið elskaði ég þennan dag! Jól jól jól!

kvöld

Hennes & Mauritz, rrreaaaally?

Í H&M er hægt að finna gersemar og flíkur á góðu verði með gott notagildi. Ég hef lítið sem ekkert verið að versla handa sjálfum mér en hef verið að skoða mig um hvað varðar jólagjafir. Gengur ekki vel svo ég skjóti því líka inn.

Allavega, ég er búinn að vera vafra inn og útúr búðum hérna í Kaupmannahöfn að kanna hvað er til og hvað er hagstætt og blalala – allt þetta.

Svo ég fari útí mál málanna (er ekki pottþétt hægt að segja það?) – í karlmannsdeild H&M er hægt að finna einhver fáranlegustu föt sem ég hef séð. Ég manaði mig upp í að grípa nokkrar flíkur sem ég faldi svo með jakkanum mínum á meðan ég labbaði inní mátunarklefann.

Hér má sjá þær glæsilegu flíkur sem ég valdi í þetta skipti.

hmrrreally1

Hér er glæsilegur bolur úr fínu plastbréfakrump efni. Sé mikið eftir honum ..

hmrrreally3

Einstaklega fín svört og græn glimmer peysa.

hmrrreally2

Fínn bolur með netaermum, glæsilegt.

Ásamt þessu voru hvítir netabolir, pallíettuskyrtur, bolur með op á bakinu og hvað ekki.

Ég spyr bara; rrrreally?? Krakkar í Cambodiu og Bangladesh eru að slave-era fyrir 1 cent á dag fyrir þetta?

Kv. Einn með samviskubit að vera versla í H&M almennt.

Eddie Redmayne – Burberry’s favorite.

Leikarinn Eddie Redmayne mætti á frumsýningu á nýju myndinni sinni Les Miserables í fallegum Burberry Prorsum’s jakkafötunum.

Hann hefur verið í ágætum þremur campaignum Burberry, summer 2012, eyewear 2012 & spring 2012 allt með henni að eilífu fullkomnu Cara Delevingne.

5a85974a-a38c-4615-a732-b1e7ef7f449b

burberrycampaign1 burberrycampaign2

Haust 2012

burberrycampaign1 (1)

Summer 2012.