fbpx

GRÆNMETISSÚPA MEÐ TÖFRASPROTA.

ACTIVITYDANMÖRKMATUR

Síðasta ár hef ég verið “rólegi” gaurinn. Hef farið út að skemmta mér kannski 10 sinnum á árinu 2013, en þannig líður mér best! Ég stefni rólega að því að setja áfengi algjörlega uppá hilluna, ekki því ég á vandamál heldur bara því ég vil trúa því að ég þurfi engin vímuefni til að hafa gaman. Að hafa gaman er jú það í lífinu sem á að koma sem eðlilegast til manns, svo ég vil reyna þróa það áfram. Svo ef ég vil hafa gaman og fara út á laugardagskvöldi, þá skal ég bara gera það án þess að vera með áfengan drykk í höndinni. Það hljómar allavega vel í mín eyru.

Allavega, þessi föstudagur var jú bara rólegur eins og flest allir hinir föstudagarnir mínar. Ég hitti mína ástkæru Athenu og við gerðum gott við okkur og elduðum þessa fáááááranlega góðu grænmetissúpu, og mér hreinlega datt í hug að deila með ykkur súpusnilldinni!

Í hana notaði ég;

Vatn

1 sæta kartöflu

6 stk gulrætur (þær voru frekar stórar.)

1 heilan hvítlauk & 4 rif.

Hálft broccolí

Engifer 

1 chilli

3 tsk af tómatpurré

Hálfa teskeið rautt thailenskt karrý

1 dós kókosmjólk

1 tening kjúklingakraft

Nóg af basilikku 

Maldon salt.

Þetta er ekki flóknara en að bara skella öllu grænmetinu í pott og sjóða það, þaðan tæma smá af vatninu þangað til mest af grænmetinu geti snert pottabotninn og nota töfrasprota og blanda þessu öllu saman.

Og af því það var föstudagur þá steiktum við beikon bita mjög crispy og settum ofan á súpuna, fáranlegt nammi.

soup1
súpa2 soup3 soup4 soup5 soup6 Þetta er virkilega mikil snilld – II AAAM TELLING YOU. Fljótlegt og súpan var eiginlega rugl góð.

Í rauninni er líka bara hægt hvaða grænmeti sem er, og prufa sig áfram. Ég hlakka allavega til næstu súpu – sem verður eflaust hvítlaukssúpa því ég hef það hræðilega illa á tilfinningunni að ég sé að fara fá einhverja f*kking flensu. 7 – 9 – 13!

Gaman gaman!

Ég ætla koma mér aftur í skrif.

Eigiði góðan sunnudag x

LAUGARDAGSHITTINGUR TRENDNET BLOGGARANNA.

Skrifa Innlegg