fbpx

SPURT OG SVARAÐ; SJÁLFSSKOÐUN.

Um daginn fékk frekar fallegan mail í gegnum blogg like-síðuna á Facebook frá heiðarlegum og heillandi einstakling, þar sem hann deildi með mér sínum hugsunum og upplifunum eftir hann fékk innblástur frá litlu færslunni minni sem ég gerði í síðustu viku.

Í mailnum voru meðfylgjandi spurningarnar, og þær voru;

“Hvað var það nákvæmlega sem þú gerðir þegar þú fluttir heim?”

“Hvað var það sem kveikti á ljósrofanum að nú þyrftiru að breyta til?” 

Auðvitað vakti þetta áhuga minn og ákvað ég að setjast niður og reyna svara þessum spurningum af minni bestu getu.

Frá því ég var ungur hef ég alltaf verið hungraður í að gera eitthvað í lífinu sem gæti gert mig stoltan af sjálfum mér, eins og mörg okkar eigum sameiginlegt. Ljósmyndun var það sem ég þreifst í og þrífst í enn í dag. Ég flutti til Reykjavíkur þar sem ég hafði enga meðvitund eða stjórn á tilfinningum mínum, enn að gera upp fortíðina og sjálfsþekkingin ekki mikil. Djamm (ég kýs reyndar ekki að nota orðið djamma, en ég geri það núna) varð fljótt stór partur af lífi mínu. Ég á tímabili gleymdi sjálfum mér í að vera úti á lífinu í Reykjavík og í kjölfarið týndi sjálfum mér. Ég djammaði mikið, hvort svosem það var á virkum degi eða á helgardegi. Ég hélt ég fengi ánægju útúr því að vera úti á lífinu, hvort svo sem ég sótti í athyglina, eða hreinlega bara vera í hóp að drekka bjór, þrykkja ofaní mig skotum, kynnast fólki sem aldrei yrðu vinir heldur bara “kúl að vera í kringum”, eiga óeðlilegar samræður og dansa eins og vittleysingur. Mér leið yfirleitt illa daginn eftir því ég er einn af þeim sem á það til að fá niðurtúr eftir að ég drekk alkohól. Ég vissi ekki betur en að bara leyfa niðurtúrunum að fjara út þangað til ég var kominn í ágætt ástand aftur. Ég hugsaði aldrei lengra en yfirborðið og spurði mig í rauninni aldrei afhverju mér leið svona. Þetta var eins og sundlaug var einfalt var að synda í en erfitt að komast uppá bakkann.

Eins og þið eflaust getið séð, þá var þarna tómarúm sem ég reyndi að fylla uppí með innhaldslausum og óheilbrigðum aðferðum.

Hægt og rólega inní þessum hvirfilbyl af yfirborðskennd og innri óhamingju, fann ég það innst inni að þetta var ekki líf sem ég gæti haldið áfram að keyra áfram. Ég þyrfti að gera breytingar. Ég vissi í rauninni í hvaða átt ég átti að snúa mér eða hvert ég ætti að leita. En ég fann sterka löngun til að breyta um umhverfi og eftir nokkurn tíma tók ég ákvörðun um að flytja heim til litla Seyðisfjarðar til fjölskyldunnar og vina. Mér leið eins og ég væri að fara í meðferð. Á fyrstu vikum saknaði ég innihaldslausu athyglinnar, djammsins, og svo framvegis. Það breyttist fljótt þegar ég byrjaði í svolitlu sem heitir Life Coaching og var ég svo heppinn með minn leiðbeinanda og er henni að eilífu þakklátur og í dag er hún enn ‘ Life coach-inn minn ‘. Ég gleymi aldrei fyrstu spurninganna sem ég fékk sem voru einfaldlega;

Hvað gerir mig glaðan? 
Hvað gerir mig sorgmæddan eða leiðan?

.. og hvað getur þú gert til að gera þig glaða/n? Og hverju þarftu að sleppa og breyta, til að þú sért ekki leið/ur?

Þetta eru sterkar spurningar, sem með réttum umhugsunum, getur strax skilað miklum árangri.

Þetta er svakalegt ævintýri og ég hugsa mikið tilbaka þar sem ég tók mig í gegn frá A-Ö (og er enn að). Ég tók á þeim andlegu göllum (meðvirkni, afsakanir, afneitun, taka ekki ábyrgð og s.frv) sem voru að veita mér eða fólki í kringum mig óþægindum og ég reyndi að vera ánægður og þakklátur fyrir alla mína kosti, og þróa mér enn fleiri og betri, vera meðvitaður um tilfinningarnar mínar, reyna að skilja þær og vinna úr þeim á jákvæðum máta.

Sjálfsvinna er þó ekki eitthvað þú gerir ein/n, þú þarft einhvern til að pikka í þig stanslaust til að halda þig við efnið. Það er mannlegt eðli að setja sjálfan sig ekki í fyrsta sæti fyrren maður er búinn að læra það.

Sjálfsskoðun og sjálfsvinna er það besta sem ég hef gert, og er það orðið af sterku áhugamáli hjá mér í dag. Þetta er ótrúlegt frelsi og veitir manni auðvitað ekkert nema ánægju.

Í dag, er ég auðvitað enn að læra, en að bæta sjálfan mig og á ég langa leið eftir. Ég mun vera að læra á sjálfan mig þangað til ég leggst í gröfina, sem gerir lífið að svo ótrúlega miklu ævintýri. Ég geri það sem fær veitir mér ánægju eða reynslu eða lærdóm, ég einbeiti mér á að hafa gaman og njóta lífsins. Margt hefur breyst þegar kemur til dæmis hvað varðar “djamm” – það hefur einnig virkilega jákvæð áhrif. Fyrsta skrefið var að kalla þetta ekki “djamm” heldur “skemmta sér”.

Við skulum þó hafa það á hreinu, að ég er enn stútfullur af göllum, ég get verið frekur, afbrýðissamur, latur, leiður, óöruggur og ómögulegur, en mest af þessu er mannlegt eðli  og mun aldrei breytast, en ég hef meiri stjórn á þeim, þar sem þeir áður stjórnuðu mér. Ég læt þessa neikvæðu eiginleika eða galla ekki hafa eins mikil áhrif á mig og næ að vinna útúr þeim neikvæðu tilfinningum betur og hraðar en áður, með því að vera meðvitaðari. Ég er hamingjusamari með sjálfan mig, ég næ að einbeita mér að því jákvæða og fallega í fólki en áður gagnrýndi ég það í von um að mér mundi sjálfum líða betur, ég met alla jákvæðni og ást meira en nokkru sinnum fyrr.

Sjálfsskoðun & sjálfsvinna er það besta sem þú gætir gert fyrir sjálfa/n þig. Maður getur alltaf verið betri og bætt sig – andlega og líkamlega.

qq q

 

Black - OUTFIT.

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Snædís

    2. September 2013

    vá en fallegt, takk fyrir mig :)

  2. KOLLA ELSKU BESTA VINKONA THIN

    2. September 2013

    Helgi minn <3

  3. Sara

    3. September 2013

    Guð blessi þig elsku vinur!