Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hafa þessa sól.
Útaf hitanum getur maður til dæmis varla klætt sig (sem að er ekki gaman alla daga). Og útaf rakanum í loftinu þá ræður maður ekkert við hárið á sér (sem að mér finnst meira pirrandi en að geta ekki klætt mig).
Ég er búin að vera mjög reglulega með hatta og derhúfur síðustu vikur en oft er það of heitt og svo eiga þeir til að fjúka líka af þegar að ég hjóla. Besta ráðið hingað til er þegar að ég bindi slæður um höfuðið til að halda hárinu frá andlitinu.
Eins og ég gerði í gær þegar að við fjölskyldan fórum í langan hjólatúr í lautarferð –
Ég sé að sólin skín á klakanum loksins – en sú dásemd. Njótið (!) og nýtið ráðið.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg