fbpx

Ég er eins og ég er – GAYPRIDE!

Ég er búinn að vera hugsa voðalega mikið til Gay Pride í ár.

Ástæðan er eflaust útaf því hún er gengin í garð og facebook og instagram flæðir inn myndum.

Mér finnst allavega alltaf jafn viðeigandi að tjá sig um hversu jákvæð og falleg þessi hátíð er, en fyrst og fremst hvað við megum vera ótrúlega stolt af hátíðinni okkar hér á Íslandi. Ég gæti ekki verið þakklátari hversu ótrúlega mikið Íslendingar styðja réttindi samkynhneigðra og er ég nokkuð vissum að við erum fremst allra þjóða þegar kemur að þessum stuðning.

Gay Pride er hátíð sem allir ættu að upplifa, hún er ein af okkar stærstu hátíðum Íslands og snýst bara um kærleik og hamingju.

Ég er svo stoltur af Íslandi, ég er svo stoltur að vera frá Íslandi og geta sagt að þetta er hátíðin mín.

Höldum áfram að styðja alla þá sem eru öðruvísi og vera fremst allra í umburðarlyndi, leyfum öllum að vera nákvæmlega eins og þau eru án þess að þurfa líða eins og þau eru útundan. Hvort svo sem þau eru straight, eða samkynhneigð eða transgender, jafnvel klæðskiptingar, fólk frá öðrum löndum, hvernig þau eru vaxin eða hvað þau gera í lífinu.

Kennum & sýnum öllum þeim sem ekki vita betur, opnum augu og mætum hatri og fordómum með kærleik.

Stöndum með okkur, og látum aldrei bugast. Því við erum öll nákvæmlega eins og við eigum að vera.

Við erum fremst, og við megum vera stolt.

Takk Íslendingar, ég elska okkur fyrir að vera eins og við erum.

TIL HAMINGJU ÍSLAND, TIL HAMINGJU HOMMAR & LESBÍUR, BISEXUAL, TRANSFÓLK OG ALLIR HINIR!! <3

ÁFRAM GAY – ÞAÐ ER YNDISLEGT AÐ VERA HOMMI!!

 

Ég mundi aldrei vilja aldrei vera öðruvísi.

 

Kær kveðja

Helgi Snær Ómarsson, hommi, ástfanginn af einstakling sama kyni og hamingjusamur.





gaypride

gaypride

gaypride3

gaypride5

ELITE MODEL LOOK 2013 - OUTFIT.

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sandra

    10. August 2013

    Til hamingju með daginn Helgi minn!

  2. Íris Tanja

    11. August 2013

    Bjútífúl færsla :) Til hamingju með lífið!