Ég og minn heittelskaði náðum ekki að vera saman á afmælisdögunum okkar, hann er semsagt þann 31 maí og ég þann 3 júní. Hann var í útlöndum á meðan ég var hér í Kaupmannahöfn. Ekkert voðalega gaman því við vildum gjarnan fagna afmælisdögunum okkar saman. Hann fékk þá hugmynd að búa til dag sem einkenntist af óvissu og óvæntum uppákomum.
Dagurinn var semsagt fullkominn, og í gegnum daginn leið mér eins inná milli eins og ég mundi springa úr hamingju. Ég get ekki kvartað.
Við tókum auðvitað nokkrar myndir og datt í hug að deila vel völdnum með ykkur.
Gaman að segja frá því, að ég er fáranlega góður á línuskauta þrátt fyrir að hafa aðeins gert það 3 sinnum áður.
Að labba áleiðis á óvissustað í steikjandi hita og glampandi sól. Það var ljúft.
Óvissustaðurinn var Den Blå Planet sem ég var lengi búinn að tala um að heimsækja.
Gaman að segja frá því að þessi mynd er desktop-inn á símanum mínum og tölvunni, ég er kominn með fáranlegt æði fyrir kolkröbbum. Þetta er stórkostlegasta dýr sem ég séð með berum augum, ég starði á þennan kolkrabba í örugglega 20 mínútur. Nú þrái ég að eiga einn.
“Leafy Sea Dragon” heitir þetta – frekar magnað dýr.
Ég sagði fátt þarna inni og var mjög dáleiddur af öllu, fannst þetta æðislegt.
Komnir á góðan spott að baða sig aðeins í sólinni.
Svo heppinn að eiga þennan.
Mig langar pínu í þennan dag aftur – en ég bý bara til annan góðan!
Bolurinn sem ég var í er frá Urban Outfitters og buxurnar frá Denim and Supply.
Skrifa Innlegg