Myndin að neðanverðu sýnir núverandi ástandið mitt – ég er að fara á taugum.
Talvan mín er endanlega dauð, gaf upp öndina, ég eyddi kvöldinu mínu að sækja um lán í bankanum og sinna öllu því sem sinna þarf fyrir að sækja um lán. Ókei, ég gerði það samt ekki, heldur kærastinn. En það skiptir ekki öllu máli! Ég ætla borða súkkulaði til að reyna róa taugarnar.
Fyrirfram biðst afsökunar á komandi fáum póstum – ég verð kannski duglegur að stelast í vinnunni & skrifa á útlenskt lyklaborð.
Súkkulaðið & taugaáfall bíður mín, eigið gott kvöld!

Skrifa Innlegg