fbpx

Sjómannagleði GK Reykjavík!

Í tilefni Sómannadagsins 2. júní ætlar GK Reykjavík að halda hvorki meira né minna, 4 daga “Sjóaragleði” sem byrjar Í DAG 30.maí.

Í kvöld frá 18:00 – 21:00 ætla snillingarnar í GK að bjóða í alvöru Sjóarapartý með tilheyrandi gleði og glaum í verslun þeirra að Laugavegi 66.

Frá og með deginum í dag til sunnudags verða þau með öll herraföt á góðan 20% afslátt.

Þar verður boðið uppá viskí til að væta kverkarnar, fishermans friend, alvöru sjóaratónlist og sem mér þótti allra besta, þá verður keppt í SJÓMANNI. Sá sem ber sigur úr býtum í sjómanni fær í verðlaun gjafabréf frá GK Reykjavík að verðmæti fallegar 20.000kr.

Á sjálfan sjómannadaginn verða þau með POP UP búð á KEX hostel í Gym og Tonic salnum frá 12:00 – 17:00. Þar verður hægt að gera góða díla á herrafötum undir hressandi harmónikkutónum & pönnukökum.

Þetta er þvílík gleði sem GK er að bjóða uppá, finnst leiðinlegt að missa af þessu.

Þegar ég forvitnaðist aðeins meira um þetta þá fékk ég að heyra að það verða endalaus uppátæki þessa dagana, svo ég mæli með að þið fylgist með :)

Ég verð þarna í anda!

Hinn fagri Elmar Johnson var fenginn í sjóaramyndatöku í tilefni Sjómannadagsgleði GK.

gk gk1 gk3 gk4 gk6 gk7 gk8 gk10 gk11

CEO of Abercrombie & Fitch gleði.

Skrifa Innlegg