Farið yfir tískuárið 2012.
Viðtal við mig í sunnudagsmogganum.
Myndin alveg einstaklega léleg vegna þeirra einföldu ástæðu að ég er búinn að týna símanum mínum, týndi honum í ágætum 10 skrefum sem er hlægilegt, fáranlegt & grátlegt.
Það er kannski ekki allir sem hafa aðgang af morgunblaðinu svo mér datt í hug að ég mundi hreinlega skrifa hér hvað stendur í þessu krúttlega viðtali.
“Í karlmannstískunni er allt orðið grófara finnst mér, karlmennirnir farnir að láta sér vaxa fallegt skegg, nota leður, feld og stórar flíkur svo eitthvað sé nefnt. Persónulega finnst mér ég alltaf sjá fleiri og fleiri stráka sem vita uppá hár hvað þeir eru að gera hvað varðar klæðnað,” Segir Helgi Ómarsson, ljósmyndari og tískubloggari.
“Leðurermar skilja eftir sig stórt klór í 2012, það tröllreið öllu núna í ár. Mér finnst leðrið ótrúlega flott og keypti mér sjálfur tvo ágætis jakka með leðurermum. Derhúfur og svolítið stórar peysur hafa einnig verið áberandi finnst mér. Pönkið og ,,goth” kom svolítið aftur.”
Helga finnst sem tískubloggin hafa náð að festa sig í sessi í ár og þá segir hann miðbæinn blómlegan. ,,ATMO á Laugarveginum var frábær viðbót við miðbæinn með íslenska hönnuði í aðalhlutverki.”
Voila! Stutt & krúttlegt. Einnig er Theodóra í blaðinu með skreytingar & Elísabet okkar ein af tilnefndu best klæddu konum á Íslandi. Gamansaman!
Skrifa Innlegg