fbpx

DRESS: mademoiselle

DRESSÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARF

Eftir mikla keyrslu síðustu daga þá er plan dagsins ekkert annað en knús og kram við Magdalenu mína sem er í fyrsta sinn í útlöndum, 2 mánaða dúllan mín. Allt hefur gengið svo vel hingað til en ég hlakka til að vinna með þetta plan í dag –

Kaffi, meira kaffi, gjafastopp, pönnukaka með nutella, sól í augu, rauður nebbi, croque monsieur, horfa upp á fallegu byggingarnar, jólatónlist …  já París er engu öðru lík á þessum tíma árs og að fá að njóta borgarinnarr með litla dömu í vagninum er alveg pottþétt uppáhalds göngutúrinn minn hingað til.

 

Við mæðgur erum báðar klæddar í íslenska hönnun – hún í AsWeGrow og ég í kápu frá Magneu Einars.

Kápan er úr nýrri fatalínu MAGNEU sem fór í sölu nýlega. Um er  að ræða 100% íslenska ull í þessu fullkomna sniði sem ég elska svo mikið – oversized með vösum og smáatriðum eins og böndum sem hægt er að hnýta að sér á marga vegu. Magnea hefur einstakt lag á því að hanna flíkur úr ullinni okkar, varð mjög montin þegar smart frönsk frú spurði mig út í flíkina á götum Parísar. Veljum íslenska hönnun HÉR

Hattur: Mango, Klútur: Chanel, Kápa: MAGNEA, Sokkabuxur: Lindex, Skór: Prada

Kápa fæst: HÉR og í KIOSK úti á Granda

Stroll.

Eitt af nokkrum gjafastoppum – þessi borg gefur manni svo mikla hlýju í hjartað og þessi kápa heldur svo mikilli hlýju á beinunum <3

Vonandi eigið þið góðan dag.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HEIMUR CHANEL ILMANNA

Skrifa Innlegg