Fyrsti dagur eftir jólafrí og ég er að upplifa mesta mánudag sögunnar, á mánudegi. Kannski er einhver sem tengir.
Það er vissulega gott að byrja nýtt ár en ég er ennþá að reyna að móta metnaðinn og setja mér markmið fyrir 2021. Mér finnst það svo erfitt, því það er ennþá töluverð óvissa í lífinu og því margt sem ekki er hægt að hafa stjórn á. Ekki alveg fyrir mig sem vil alltaf hafa svo mikið skipulag og rútínu á lífinu.
En allavega, hér er ég með tölvuna fanginu og punkta niður markmiðslista. Snýst mikið um að hafa hugafarið rétt stillt? Við byrjum allavega þar og vonandi leiðir það okkur í rétta átt. Vonandi …
Áfram við öll!
Back to work.
Ullarföt: Föðurland frá 66°Norður / gamalt en Fæst: HÉR
Peysa: Varmahlíð. Fæst: HÉR
Peysan var jólagjöf til Gunna. Undirituð heldur áfram að velja föt sem ég get notað með honum – 2 fyrir 1 er svo næs….
Skór: Jodis by Andrea Röfn. Fást: HÉR
Halló drauma vinnuhorn!!
Hótel Búðir getaway.
Áfram gakk … 2021, við getum þetta!
xx,-EG-.
View this post on Instagram
Skrifa Innlegg