Mbl spurði mig á dögunum hver minn uppáhalds bollinn væri?
Ég misskildi smá spurninguna og svaraði þeim að Sjöstrand hafra-cappuccino, mixað af manninum mínum, væri nýtt uppáhald. Það kom í ljós að spurningin snérist semsagt um það hvaða bolla ég nota þegar ég drekk kaffið mitt. Eins og þið vitið þá er ég Royal Copenhagen kona og kaupi mér reglulega nýja þegar ég ferðast í gegnum Kastrup. En þegar blaðamaðurinn hafði samband þá var ég nýorðin ástfangin af íslenskum bolla sem kom til mín á afmælisdaginn minn og ég ákvað því að nefna hann nýja uppáhalds því mér finnst hann æði og mér fannst ég geta talað meira í kringum hann í svona viðtali.
….
Takk fyrir mig matur á Mbl, viðtalið í heild sinni finnið þið HÉR og KER bollann eftir Guðbjörgu Káradóttur finnið þið HÉR og hjá HAF hjónum á Geirsgötu.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg