Heimsóknin er samstarf við Bestseller
Fyrsta stopp á Íslandsspani var heimsókn í Selected í Smáralind. Þið voruð með mér í beinni á Trendnet story og ættuð ennþá að finna það HÉR í highlights. Markmið heimsóknarinnar var að skoða nýja jólasendingu verslunarinnar og ég held að ég geti alveg sagt það að úrvalið hefur sjaldan verið betra. Ég mátaði best of í búðinni að mínu mati og tók að sjálfsögðu myndir til að deila með ykkur á blogginu. Sjón er sögu ríkari –
Rauður er litur jólanna og þessi því alveg pottþéttur í öll boðin sem framundan eru.
Ertu að leita að þægindum? Þá er þessi málið! Hægt að losa um mittið eftir því hvað við erum södd hverju sinni .. ég geri bara ráð fyrir því að við verðum mjög södd og sæl í desember – eru ekki allir þar með mér?
Þessi sinnepsguli kjóll er sú flík sem kallaði fyrst á mig í versluninni. Ég náði ekki nógu góðri mynd af honum en þið sjáið hann betur á myndbandinu á Trendnet story. Mæli með að pressa HÉR fyrir áhugasama.
Æi það gladdi mig svo mikið að hitta kunnuglegt andlit í mátunarklefanum. Hulda Halldóra vinkona mín er stílisti Íslands og smekkona með meiru – það var ekki annað hægt en að taka mynd af okkur þegar við mátuðum kjóla í stíl ;)
Munið þið þegar ég heimsótti höfuðstöðvar Bestseller á tískuvikunni í sumar? Þar var þessi mátaður við sandala en hér má sjá að hægt er að dressa alla kjóla eftir mismunandi tímabilum. Sjáið Instagram innleggið mitt hér til að sjá vetur/sumar sýningu.
Ertu ekki kjólatýpa? Þá er þessi samfestingur eitthvað fyrir þig. Æi sjáið þið þessa fegurð!
Takk fyrir mig Selected á Íslandi – þið tókuð afskaplega vel á móti mér.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg