Ég átti bókstaflega bestu helgi ever. Kasper var í sumarbústað og ég ákvað að taka heila helgi fyrir sjálfan mig og taka allt í gegn heima. Alla skápa, skúffur, kassa, box, hillur, you name it. Þannig finnst mér langbest að taka til, að kasta hlutum hingað og þangað bara til að þurfa ekki að horfa á það. Ég þarf helst að vita hvar þessi hlutur á að vera, á ég að henda honum, gefa, geyma. Þið vitið. Svo í það fór helgin mín ásamt því að fara í langan túr með Noel og knúsa hann þar til hann fékk gjörsamlega nóg.
Ég einnig gróf fram allt sem ég er að fara nota með komandi vetri (hann er ekki enn kominn hingað til Köben) – kertin, reykelsin, jólaseríur, og svo framvegis. Ég gjörsamlega elska ilmkerti og er einnig mjög sparsamur á þau. En þau eru öll hálf búin, eitthvað lítið eftir í langflestum. Svo ég þarf að fara í mission á næstunni.
Ákvað þó að deila þeim með ykkur sem hafa verið með mér já, síðustu ár svei mér þá:
1. Voluspa – Lichen & Vetiver (lang uppáhalds) – Fást í Maia
2. Urð – Stormur / Winter – fást hér
3. Voluspa – Chestnut & Vetiver SVOOO góð lykt, held hún fáist ekki lengur rip
4. Diptyque – Tokyo – ekki viss hvort þetta sé til heima. Keypti mitt í Magasin Du nord, geggjaðir ilmir.
5. Haf Store – Vetur – fæst hér (ok reyndar uppselt, en þið vitið, er þaðan)
6. Ikea – jólakerti! Fæst í Ikea –
Eigið kósý mánudag! x
Skrifa Innlegg