fbpx

NAMMIGRAUTUR Í HOLLARI KANTINUM –

MATUR

Ég skal segja ykkur það að þessi grautur er bara nammi, en ég ætla ekki að segja brjálaðslega hollur, en svo sannarlega á hollari kantinum miðað við hvað hann er ógeðslega góður og mögulega sá einfaldasti með ekkert nema slumpi og þæginlegheitum. Ég er að segja ykkur það. Kasper var það óþolandi að þegar ég reyndi að sofa úr þá vakti hann mig til að spurja hvort ég nennti ekki að gera graut fyrir hann því hann var svo spenntur og svo bara fara sofa aftur. Sælla minninga ..

Mér datt þó í hug að deila honum með ykkur ef ykkur langar að breyta til –

Þetta er það eina sem þið þurfið:
Hafrar
Chia fræ
Vatn
Haframjólk (ég nota Yosa)
Súkkulaði (Hazelnut Cream frá Barebells t.d)
Hnetusmjör
Bananar –

Ég geri 60% hafrar og 40% chia – sirka..
Nóg af vatni, látið malla, bæta við haframjólk ..

 

Mæli með!

@helgiomarsson á Instagram

MÍN TÍSKUVIKA -

Skrifa Innlegg