fbpx

MINI FJÖLLU FRÍ – SKAGEN

DANMÖRKTRAVEL

Við vorum að koma heim eftir okkar fyrsta frí sem þríeyki, en við fórum til Skagen með fjölskyldunni hans Kaspers. Skagen er nyrsti (ég skrifaði norðasti á Instagram, er hálf traumatized eftir að fólk leiðrétti mig eins og brjálæðingar) partur Danmerkur og þar er alveg brjálaðslega falleg strönd, sumarhús, og mjög svona, Hamptons fýlingur. Ekki það að ég hafi nokkurntíman farið til Hamptons, en þið vitið hvert ég er að fara. Er það ekki? Það var yndislegt að komast aðeins í burtu og njóta og sérstaklega að fara með Nóel í frí. Honum fannst þetta bókstaflega skemmtilegast í heimi. Það er mjög fyndið að vera alltíeinu orðin lítil fjölla þar sem fókusinn er ekki lengur á mér (djók)(ish) heldur á þessum yndislega hundi sem toppar sig á hverjum degi í að vera yndislegur.

Grenen, nyrsti parturinn af Danmörku.

Minn maður að skemmta sér mega vel –

 

Yyyyyyndislegt! Hlakka strax til næsta túr með strákunum mínum –

@helgiomarsson

MUST FYRIR VERSLÓ: 66° NORÐUR KRÍA COLLECTION - MYNDIR

Skrifa Innlegg