Ég mundi ekki segja að ég sé mikið týpan sem elskar að versla. Ég kaupi mér eitt og annað hér og þar, en þetta er ekki eitthvað sem ég svona þið vitið. Ástæðan er sú að ég vill einhvernveginn frekar eyða peningunum mínum í ferðalög og mat og gefa af mér. Það hefur svona verið ég í hnetuskel eða hvernig maður segir. Japan er samt aaaaalgjöööörlega að fokka mér upp. Ég hef verið að leyfa mér aðeins of mikið hérna og ég bara sé endalaust af fallegum flíkum og hlutum sem mig langar bara alveg bilaðslega mikið í.
Ég mun fara yfir þetta allt saman hér á blogginu en mig langaði að byrja á tösku sem ég keypti mér íbúð sem ég uppgvötaði (þegar Kasper sýndi mér hana lol) og mér fannst hún algjörlega geggjuð. Við löbbuðum báðir út með sitthvora töskuna. Kasper er svolítið fyndinn, hann var kominn með eina tösku sem hann var ánægður með og mér fannst hún eiginlega alveg geggjuð. Þangað til að hann sá aðra sem hann skoðaði og spurði svo “Is this one new” og svo fékk hann svarið “Yes sir, this is our limited collection, only came to 7 stores around the world” – okkar maður var ekki lengi að kasta flottu töskunni aftur uppí hillu og keypti þessa limited. Hann er voða krútt sjáið til.
Ég hefði geðveikt verið til ef hægt væri að smella henni yfir mittið líka. Ég held að Hatari sé farið að hafa of mikil áhrif á mig. En ég er gríðarlega ánægður með hana –
Outfit:
Sólgleraugu: Prada (ný)
Bolur: Son of Tailor
Taska: Porter Yoshida & co
Buxur: Samsoe Samsoe
Sokkar: Supreme
Skór: Nike
Nóg að gera í Japan: @HELGIOMARSSON
Skrifa Innlegg