fbpx

JAPAN: ONSEN UPPLIFUNIN –

PERSONALTRAVEL

Japan heldur áfram að koma skemmtilega á óvart. Við Kasper fundum mjög fallegt hótel uppí fjöllum á Hakone svæðinu og tókum lest frá Tokyo og þaðan strætó lengst uppí fjall sem ekkert nema fegurð tók á móti okkur. Á þessu hóteli var svo kallað Onsen, og ég er að læra meira og meira inná hvað þetta er. Þetta lítur út eins og okkar klassíski heitapottur sem við erum vön en þetta er aðeins meira en það og sérstaklega er þetta partur af japönskum kúltúr. Þegar við komum fengum við seðil sem stóð á “No tattoos, no swimstuits, do not shower standing” og allskonar skemmtilegt. Ég hugsaði fyrst, JÁ .. ég er að fara sitja ofan í heitu vatni með allskonar nöktu fólki. Svo kom í ljós að þetta er kynjaskipt, svo þetta var svosem ekkert öðruvísi en að fara í sturtu í líkamsræktinni, svo það var all good. Svo kom að tattoo-um, ég ákvað að spurja lítið af spurningum því ég vissi húðflúr eru þannig séð ekki leyfileg í japönskum onsen. Maður þarf að finna sérstaklega “tattoo friendly” onsen. Ef ég hef skilið þetta rétt þá snýst þetta allt saman um hreinleika, og að þeir sem voru með húðflúr í gamla daga voru japönsk glæpagengi. Svo best að halda þeim aulum frá onsenunum.

Ég fór ofaní þrátt fyrir húðflúrin mín og ég var búinn að lesa mig til um á TripAdvisor að þeir sem voru með nýgerð tattoo mættu ekki fara ofan í.

Onsen eru semsagt náttúrulega heitar laugar þar sem fólk fer ofan í til að bæði af andlegum og líkamlegum ástæðum. Hvert einasta onsen þarf að innihalda x mikið af steinefnum og öðrum gagnlegum efnum fyrir líkamann og hitinn (flest eru sirka 42° gráður) á að hafa jákvæð áhrif á líkamann. Að fara í onsen á líka að vera mindful upplifun, einhver svona ‘ritual’ hugleiðslu ferli. Mér finnst það gjörsamlega geggjuð tilhugsun, og við Kasper óvart gerðum það svolítið svoleiðis. Settumst bara niður og sögðum lítið og nutum bara í tætlur. Það var einhver orka þarna inni sem var eiginlega alveg mögnuð og maður tók þátt í henni strax.

Þið kannski sjáið það ekki, en í sturtunni eru litlir kollar þar sem maður sat og var þannig í sturtunni, það var mjög fyndið en ég í lokin fýlaði það geðveikt.

Kveðjur frá Japan!

x

@helgiomarsson á Instagram

JAPAN: FIRST IMPRESSION

Skrifa Innlegg