H&M á Íslandi bauð mér á viðburðinn
Ég vaknaði með sól í hjarta eftir tískutörn vikunnar. Um var að ræða #HMOSCHINO event í NEW YORK en ég bloggaði í beinni hér og sagði ykkur frá samstarfinu hér fyrr í haust. Hvar á ég að byrja!! Þarna var öllu til tjaldað og þið sem fylgdust með á story vitið að undirituð var í miklu hamingjukasti og faldi ekki tilfinningarnar á tískupöllunum. Ég highlightaði stuðið á Trendnet story: HÉR
Það voru stórstjörnur sem gengu pallanna og drottningin Naomi Campbell (!) var ein af þeim. Hún er svooo flott að ég á ekki orð yfir það. Lýðurinn trylltist gjörsamlega en viðvera hennar var hernaðarleyndarmál fram að sýningu. Gigi Hadid opnaði sýninguna og Bella Hadid, Anwar Hadid, Winnie Harlow og fleiri fylgdu á eftir þar til að Naomi Campbell lokaði henni.
Glingur og GLEÐI eru orð sem lýsa línunni í heild sinni.
Það voru mörg þekkt andlit á staðnum en hápunkturinn fyrir mig var að spjalla við herra Marc Jacobs (Sem er svoo næs! Munið þið þegar ég hitti hann í London?) og félaga á fremsta bekk.
Logo allstaðar ..
og bling bling ..
Ég klæddist kjól frá Arket, blazer úr herradeild H&M (keypti hann í New York á hlaupum, hálftíma fyrir viðburð) og skóm frá Kaupfélaginu. Var mjög underdressed miðað marga sem mættu ;)
__
Fyrr um daginn sat ég pallborðsumræður með yfirhönnuð merkisins, Jeremy Scott og átti sjálf við hann stutt spjall (!) sem ég hlakka til að segja ykkur betur frá. Núna er það danski draumurinn, komin heim til fjölskyldunnar – heima er alltaf best.
Takk fyrir mig H&M og Moschino.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg