fbpx

NÝR ILMUR

BEAUTY

 

Það er frásögufærandi þegar undirituð byrjar að nota nýtt ilmvatn. Kannski er það ávísun á þroska? Ég hef fengið einhverjar prufur í gjafir en aldrei þótt þær passa mér neitt sérstaklega .. fyrr en núna. Ég fékk þessa litlu ilmvatnsflösku í gjöf fyrr í sumar og hef notað hana daglega síðan. Um er að ræða bandaríska vörumerkið MCMC, hannað af systrum sem búsettaer eru í Brooklyn í New York. Þær eru sérstaklega vinsælar fyrir ilmoliurnar sínar og byggja ilmina á minningum. Minn ilmur heitir Hunter og  er einn af fimm sem í boði eru. Ég er svo glöð með hann að mig langaði til að deila því með ykkur.

Hunter minningin hljómar svona:

“When I was younger, I had a friend named Harrison, who I liked to call Hunter. He lent me the book Ishmael, and played guitar, and taught me about loving the environment.Years later, memories of our long friendship and his adventures building maple sugar cabins in Vermont inspired the fragrance Hunter. With tobacco absolute, organic Bourbon vanilla and balsam fir, this fragrance is best worn with a flannel shirt.”

Ég á enn eftir að finna köflóttu skyrtuna sem passar best við ilminn :) Það skemmir ekki fyrir að ilmurinn er mjög nátturulegur – phthalate-free, paraben-free, gluten-free, vegan og ekki prufaður á dýrum. Mér finnst stærðin á umbúðunum líka svo fín fyrir ferðalög.

//

I am not used to use a lot of fragrance and I never change them, until now. This new one is light and natural and suits me good. It’s from the New York based MCMC – small brand founded by sisters who live in Brooklyn. All the fragrances are built on memories – mine is called Hunter and you can read the memory above.
You can buy it at Yeoman shop in Iceland or in small concept stores abroad.

Fallegt … finnst mér.
Fæst: hjá Hildi Yeoman á Íslandi og í litlum concept verslunum erlendis.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ

Skrifa Innlegg