English Version Below
Ég gekk bakdyramegin inn í danskt atvinnuhúsnæði þar sem upplýst bleik neon hjörtu tóku á móti mér í myrkrinu. Ástin var í loftinu hjá GANNI. Haustlínan er all about love og það skein svo sannarlega í gegn í öllum hornum þessarar heimsóknar.
Í heild sinni var línan virkilega vel heppnuð með sínum rómantíska en samt töffaralega blæ – eitthvað sem aðeins Ganni kann upp á tíu og við hin lærum af.
Ganni er ein af mínum uppáhalds sýningum í ár og það voru margir á sama máli. Merkið hefur aukið vinsældir sínar utan Danmerkur og það var aðdáunarvert að sjá virðinguna sem það hefur frá erlendum blaðamönnum, sætisfélugum mínum í CPHFW rútunni sem ferjaði okkur á milli sýninga.
Ég elska að merkið sé selt á Íslandi og hlakka til að sjá hvað Geysir pantar inn fyrir haustið.
Þetta eru mín uppáhalds lúkk –
Línuna í heild sinni getið þið skoðað: HÉR
Ditte Reffstrup, creative director, hafði þetta að segja um línuna við blaðamann Vogue:
“I was in New York shortly after the election and I was feeling very depressed. It was a sad time even for me who is not from there—I wanted to make my Fall collection all about love.”
sem segir okkur að tíska og pólitík er alltaf að tengjast meira með árunum.
Og eitt enn. Þetta hár !!
Fegurð.
//
One of my favorites on the Fashion Week in Copenhagen was definitely Ganni. The collection was all about LOVE and I loved it!
You can see my favorite looks above and you will find the whole collection HERE.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg