Mig langar til að kynna fyrir ykkur hugmynd af fallegri jólagjafaleið. Krabbameinsfélag Íslands heldur úti netverslun á heimasíðu sinni krabb.is. Verslunin býður meðal annars uppá gjafavörur frá þekktum vörumerkjum eins og Kay Bojesen, Ihanna, Magisso, Koziol, Rosendahl og Iittala.
Þegar verslað er í netverslun Krabbameinsfélagsins rennur allur ágóði af sölu varanna óskiptur til Krabbameinsfélagsins og baráttunni gegn krabbameinum (!!!) Alveg hreint frábært.
Ég tók saman nokkrar vel valdar vörur úr verslun til að sýna ykkur brot af því úrvali sem er í boði.
Pastelplanta frá Pastelpaper. Fæst: HÉR
Rosendahl latteglös. Fást: HÉR
Lundi – íslensk hönnun. Fæst: HÉR
Ihanna veggspjöld. Fást: HÉR
Bleik KitchenAid hrærivél. Fæst: HÉR
Pantone bollar. Fást: HÉR
Hið vinsæla Pyropet kerti – kisa. Fæst: HÉR
POV veggkertastjakinn frá Menu. Fæst: HÉR
Kozio babell standur. Fæst: HÉR
Kay Bojesens api. Fæst: HÉR
__
Ég er viss um að margir fatta ekki þessa hugmynd þegar jólagjafirnar eru verslaðar og því fannst mér ég knúin til að segja frá. Fallegri gerist ekki gjöfin. Ég vona að sem flestir nýti sér þessa leið í jólagjafakaupum.
Happy shopping!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg