Það verður jólastemning og ljósadýrð í Smáralind í dag. Verslunarmiðstöðin mun kveikja á jólaljósunum og jólatónlist mun óma í húsinu í fyrsta sinn þetta árið. Bara þennan eina dag munu margar verslanir bjóða uppá afslátt fram á kvöld og því tilvalið að hugsa fram í tímann og byrja jólastússið á betra verði. Sérstök dagskrá verður hér og þar um húsið og því hægt að gera sér dagamun með alla fjölskylduna í tilefni litlu jólanna.
Glamour: Penninn, Jakki: Zara, Varalitur: Make up Store,
Jólabolli: Grýla/Te&Kaffi, Húfa: Lindex, Skór: GS skór, Buxur: Topshop
Ég tók saman mín reglulegu kauptips “Frá toppi til táar” og í þetta sinn hafði ég Smáralindina í huga. Allar vörur sem birtast að þessu sinni eru fáanlegar í Kópavoginum. Ef ég gæti mætt myndi ég líklega byrja heimsóknina í Pennanum þar sem keypt yrði lesefni, blaðið myndi ég lesa yfir rjúkandi heitum jólabolla á Te&Kaffi (fæ vatn í munninn þegar ég skrifa þetta) sem gæfi mér þá orku sem ég þyrfti í innkaup dagsins.
Húfa og trefill: Lindex
Jakki: Zara
Skyrta: Selected Femme
Buxur: Topshop
Skór: GS SKÓR
_
Góða skemmtun! Meira: HÉR
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg