Allt sem er bleikt bleikt finnst mér vera fallegt. Ég fór yfir málin í Lífinu , Fylgiriti Fréttablaðsins í dag.
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni eru landsmenn allir hvattir til að klæðast einhverju bleiku í einn dag til að sýna samstöðu í baráttunni. Í dag, 16 oktober, er sá dagur runninn upp.
Þegar kemur að því að taka höndum saman um mikilvæg málefni þá kunnum við Íslendingar að standa saman sterkari sem aldrei fyrr. Í dag verður engin undantekning á slíku. Leggjumst öll á eitt og klæðumst bleiku, hvort sem það sé dregið fram úr skápnum eða fundið á slám verslananna. Það þarf ekki að vera mikið, lítill fylgihlutur dugir til en aðal málið er að taka þátt. Liturinn er til í það mörgum útfærslum að allir ættu að geta borið hann vel.
Í tilefni bleika mánaðarins hafa margar verslanir tekið á það ráð að gefa hluta söluágóða til styrktar málefninu – nú er síðasti séns að gera þar bleik kaup og taka þannig þátt í deginum. Stelið stílnum hér að ofan þar sem sýndar eru nokkrar smekklegar hugmyndir. Hér að neðan hef ég síðan tekið saman kauphugmyndir fyrir þá sem eru á síðasta snúning …
Golla: F&F
Toppur: Wearhouse
Bolur: Topshop
Húfa: Gotta
Allt sem er bleikt bleikt finnst mér vera fallegt …. og enn fallegra þegar málstaðurinn er svo góður.
Njótið dagsins!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg