fbpx

HÖNNUNARMARS: HÚFUKOLLUR

FÓLKÍSLENSK HÖNNUN
 
Það er óhætt að segja að nóg sé um að vera á Hönnunarmars og á þeim tískudögum sem nú standa yfir hér í borginni. Í dag eru ýmsir viðburðir í gangi og mikilvægt að skipuleggja sig vel til að ná að sjá sem mest.
66°Norður mun launch-a samstarfsverkefni með vöruhönnuðnum Þórunni Árnadóttur í dag klukkan 17:00. Um er að ræða uppfærð útgáfa af geysivinsælu húfukollunum. Ég heyrði í Þórunni hljóðið – hver er konan á bakvið hönnunina og hvernig kom samstarfið til.

UdGQHFNfY6U1ALALjS0i0KcsZr3SdZIGf19Ii7c_IJU
 Hver er Þórunn Árnadóttir? 
Ég vinn sjálfstætt sem vöruhönnuður í Reykjavík. Ég vinn í allskonar mjög fjölbreyttum verkefnum, drifnum áfram af forvitni, tilraunagleði og áhuga á ýmisskonar fyrirbærum, efnum og aðferðum. Ég útskrifaðist með BA í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og MA í Design Products við Royal College of Art í London árið 2011. Ég er auk þess aðalhönnuður og stofnandi PyroPet Candle Company, ásamt Dan Koval.

Hvernig kom til að þú varst fengin í verkið? 

Þau hjá 66°N höfðu samband við mig. Þau höfu séð eitthvað af því sem ég hef verið að gera og fannst spennandi að fá mig í þetta verkefni. Þau gáfu mér mjög frjálsar hendur við hönnunina á húfunni, en upphaflega var ætlunin bara að hanna eina nýja útgáfu. En þeim leist svo vel á þessar þrjár tillögur að þau ákváðu að láta framleiða þær allar.
CS5dl-nX14GE4RcDZWAlZr35IyhqXEb2zh8VIB52XJs
Hvaðan kom innblásturinn?

Innblásturinn kom frá uppruna 66°N; sjómennskunni. Á tveimur húfunum er mynstur sem er gert úr höfninni, skipum, mávum, vitum, og á þeirri þriðju er þorskur. Í þorskahúfunni er líka smá tilvísun líka í PyroPet: þegar kannturinn er uppbrettur prýðir þorskur hann, en beinagrindin hans kemur í ljós þegar kannturinn er brettur niður. (Það er hægt að nota hana á báða vegu.)2svD0yrytPmdNzjLpJRtm27bT0co9u2rIa2RZUrFC0s,22rm0RxI9wVuvm6jjVGMWWSKWvBe_kbWR5OrPHk3E1g

Eitthvað á döfinni?

Já, ég er nú bara á fullu núna í Hönnunarmarsfjöri! Á Hönnunarsafninu stendur yfir sýning á verkefninu “Austurland: Designs from Nowhere” sem ég tók þátt í á síðasta ári og hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2014. Þar verður hægt að sjá Sipp og Hoj! línuna mína sem varð til úr því verkefni. Sipp og Hoj! verður auk þess til sýnis í Sjávarklasanum á sýningunni “1200 Tons”. Svo er ég er að sýna glænýtt PyroPet kerti í 7 verslunum víðsvegar um borgina, (Spark, Hrím, Epal, Aurum, Kraum, Minja og Mýrin) en þar mun einn fugl rísa upp úr öskunni á hverjum degi Hönnunarmars hátíðarinnar, (eins og Fönix!). Það er líka Instagram leikur í gangi, þar sem hátíðargestir eru hvattir til að deila myndum af Bíbí og merkja með #pyropetbibi. Ég mun svo velja flottustu myndina á Sunnudagskvöldinu og mun eigandi flottustu myndarinnar fá eitt stykki Bíbí í verðlaun!_

Svona samstörf eru falleg á báða boga. Hlakka til að skoða húfurnar betur seinna í dag.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ

Skrifa Innlegg