Dagurinn byrjaði vel hjá mér. Pósturinn Páll gladdi mig með tveimur pökkum í póstkassanum – alltaf ánægjulegt. Annar var frá Net-A-Porter (sýni ykkur síðar hvað leyndist þar) en hinn frá UN Women og sá gladdi hjartað. Ég hef nefnilega beðið spennt eftir að fá að taka þátt í að Fokk Ofbeldi herferðinni sem fram fer á Íslandi þessa dagana.
Í dag, 20.febrúar er síðasti dagurinn sem armbandið er í sölu og því tilvalið að láta það ekki fram hjá sér fara heldur nota daginn í að styrkja þetta frábæra framtak. Átakinu er ætlað að vekja fólk til vitundar um útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag, kynbundið ofbeldi.
Þið finnið armbandið í sölu í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu á litlar 2000 krónur.
Ég hef oft haft orð á því að föstudagar séu hinir bestu dagar til blómakaupa. Ég bið ykkur kæru lesendur, að sleppa blómakaupum í dag og fjárfesta heldur í þessu flotta armbandi sem gefur meira en bara lúkkið – ég er allavega með hlýju í hjartanu við að bera það.
Góða helgi yfir hafið til ykkar og FOKK OFBELDI!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg