Þetta er það sem við megum eiga von á frá Ígló&Indí á árinu. Ný og falleg munstur og eins áður ævintýrin uppmáluð með dýraprintum sem heilla smáfólkið. Mér finnst sértstaklega skemmtileg hugmynd hvernig hönnuðirnir nýta útlínur Íslands í munstur á flíkurnar. Óbein markaðssetning fyrir landið (?) allavega meira stolt fyrir útlendingamömmuna að geta klætt íslenska barnið í svoleiðis í heimalandinu. Ég hlakka til.
Sláin sem unga stúlkan hér að ofan klæðist er efst á óskalistanum hjá mér, en hún er væntanleg næstu jól og því er eins gott að kunna að bíða þolinmóður. Gullfalleg flík sem hentar yfir jólakjólinn en einnig yfir hin þægindin sem merkið bíður okkur uppá.
Ígló&Indí kunna að bæta sig ár frá ári og 2015 ætlar merkið í fyrsta sinn að bjóða uppá lífræna línu sem ég bíð spennt eftir að sjá og snerta. Verður örugglega punkturinn yfir i-ið á velheppnaðri fatalínu fyrir litla fólkið okkar.
Ígló&Indí AW15 / Myndir: Íris Dögg Einarsdóttir
Íslenskt, já takk!
xx,-EG-.
Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg