fbpx

DRESS: LONDON BEIBÍ

DRESSLÍFIÐ

Við fjölskyldan ferðuðumst til Íslands eftir jólin með stuttri millilendingu í London. Ó hvað stoppið var notalegt en þá sérstaklega vegna þess að við fengum kaffiboð til góðra vina sem þar búa – dýrmætt. Við nýttum líka daginn í göngutúr um götur borgarinnar þar sem varla var hægt að þverfóta fyrir fólki. Við tókum því samt sem áður rólega og fylgdumst með hraðanum frekar en að taka þátt í honum. Mér finnst auðvitað ekkert skemmtilegra en sú upplifun að fylgjast með fólki – í London eru týpurnar allavega eins og þeir vita sem þangað hafa komið.

Alba var örlítið svekkt yfir því að sjá ekki Frelsisstyttuna þangað til að hún fattaði að hún væri ekki í New York, en það er víst draumaborgin að fá að heimsækja hjá heimsborgaranum.

2014-12-29 16.29.44 2014-12-29 16.29.52 2014-12-29 16.33.202014-12-29 16.33.48
Kápa: Zara
Skyrta: Af Gunna frá WeekDay
Buxur: Gina Tricot
Skór: Isabel Marant
Húfa: Urban Outfitters
Veski: Furla / Vintage

Takk fyrir okkur, London beibí. Næst komum við í lengra stopp.

xx,-EG-.

TOPP20 ÁRIÐ 2014

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1