fbpx

YULIA KOM FYRIR JÓLIN

FÓLKÍSLENSK HÖNNUN

Fyrsta fatalína Hildar Yeoman, Yulia, var sýnd á Hönnunarmars fyrr á árinu. Línan hitti í mark fyrir troðfullu húsi Listarsafnsins og hafa því margir beðið með eftirvæntingu eftir að hún hitti búðirnar. Þar á meðal ég.
Fyrr í vikunni lentu fötin á landinu og í kvöld verður sérstakt útgáfuhóf í tilefni þess.

Hildur hefur þetta að segja um línuna:

“Línan samanstendur af kvenlegum flíkum þar sem prentið spilar stórt hlutverk en það er blanda af ljósmyndum og teikningum eftir mig. Það er mikið af kristöllum og náttúrusteinum í prentinu en auk fatnaðarins eru mikið af fallegu skarti í línunni sem er bróderað með steinum sem búa yfir heilandi orku.”

hilduryoeman (3 of 55) hilduryoeman (4 of 55) hilduryoeman (5 of 55)  hilduryoeman (24 of 55) hilduryoeman (43 of 55) hilduryoeman (49 of 55) hilduryoeman (50 of 55) hilduryoeman (53 of 55) hilduryoeman (1 of 55) hilduryoeman (11 of 55) hilduryoeman (13 of 55) hilduryoeman (14 of 55)

“Ég nálgast hönnunina út frá teikningunum mínum og spynn sögur sem skapa heilan heim af vörum. Í byrjun sköpunar ferilsins þá vinn ég oft með músu sem fyrirmynd í vinnuferlinu. Músurnar eru allar þær sterku konur sem ég hef í kringum mig en ég er svo lánsöm að vera umkringd skapandi, stekum og áhugaverðum karakterum. Línan sem nú er komin í verslanir er unninn út frá einni slíkri konu, ömmu minni henni Juliu.

Amma Julia var húsmóðir sem bjó í New Jersey en stakk af frá fjölskyldunni sinni til að ferðast um Bandaríkin með mótorhjólagengi. Sterkar konur og persónur sem brjótast gegn þeim borgaralegu gildum sem samfélagið setur okkur voru kveikjan af síðustu línu. Ég hitti hana ekki oft þegar ég var lítil enda bjó hún í Bandaríkjunum en þegar ég hitti hana þá var ég alltaf logandi hrædd við hana og fannst hún alltaf vera hálfgerð norn. Mér hefur seinna verið sagt að hún hafi verið rammgöldrótt týpa með ungverskt sígaunablóð í æðum.”

Ef við viljum vera eins miklir töffarar og amma hennar Hildar þá tékkum við á þessum listaverkum að ofan. Mér finnst áhugavert að sjá að þrátt fyrir að línan sé meðal annars innblásin af móturhjólagengi í Bandaríkjunum þá nær hönnuðurinn að skapa kvenleg snið sem hentar því stærri markhóp – eitthvað fyrir alla.

Til hamingju með vel unnið verk Hildur! Þetta er örugglega bara byrjunin á frekari fatahönnun í framtíðinni fyrir landann.

HÉR eru upplýsingar um Hildar Yeoman gleði sem hefst í KIOSK í dag klukkan 17.

Ég hlakka til að koma í heimsókn á nýju ári og bera flíkurnar betur augum.

Áfram Ísland.

xx,-EG-.

 

SHOP: SAMSTÆÐUR

Skrifa Innlegg