Söngkonan Karin Sveinsdóttir er mörgum orðin kunnug en hún hluti af hljómsveitinni Yong Karin ásamt Loga Pedro Stefánssyni.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Karin skapað sér persónulegan stíl sem gaman er að fylgja eftir.
Mér fannst tilvalið að birta “stílinn á Instagram” frá unga töffaranum sem á framtíðina fyrir sér – ég var ekki svona mikið með þetta þegar ég var 17 ára!
Hver er Karin Sveins?
Ég er 17 ára menntaskólastelpa sem hefur áhuga á tísku og list.
Hefur þú alltaf spáð í tísku?
Nei alls ekki, tískuáhuginn kviknaði samt þegar ég uppgötvaði Spice Girls, sem var nokkrum árum eftir á öllum öðrum.
Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar kemur að klæðaburði?
Ef ég hef tíma þá pæli ég í hverju ég klæðist en er oft á seinustu stundu þannig þá ég hendi mér í það sem er nálægast.
Áttu þér tískufyrirmynd?
Í rauninni ekki einhverja ákveðna. Mér finnst mest gaman að skoða streetstyle blogg og í augnablikinu held ég mikið upp á Mimi Elashiry – stelpu sem ég fann í gegnum instagram, mér finnst hún alltaf vera mjög kúl.
Framtíðarplön?
Ferðast og njóta lífsins.
Hvað er á döfinni hjá Young Karin?
Við erum að spila á Lunga art festival núna í vikunni, endurútgefum síðan EP plötuna okkar og spilum erlendis í lok sumars. Nóg að gera.
Takk fyrir spjallið @karinsveins
Það verður gaman að fylgjast með þér áfram.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg