Ég er að fara á Finalinn í Eurovision í kvöld, fokk eeeejá. Ég er heimskulega spenntur, ég verð að viðurkenna að ég er mikill Eurovision aðdáandi, og nei, ekki afþví ég er hommi. Af öllum öðrum ástæðum.
Hér í Kaupmannahöfn er búið að vera mikið líf uppá síðkastið og bærinn stútfullur af ótrúlegum fínum einstaklingum með fána, og hatta með sínum löndum. Ég hef þó ekki verið að taka mikið þátt í dagskrá vikunnar, en fejandinn hvað ég er að fara taka þátt í þessu í kvöld!
Ég er meira segja að fara leggja afstað eftir smá niður í B&W Hallerne.
Ég er ekki búinn að hlusta á neitt annað síðustu daga en lagið frá Möltu. Ég eiginlega elska það og hlakka mikið til að heyra það á eftir.
Ég segi áfram Malta!
Áfram Ísland!
Áfram Danmörk!
Áfram Holland!
Áfram Noregur!
og áfram Frakkland!
Skrifa Innlegg